Lögreglan á Suðurlandi leitar nú að Julian Carli Kristóferssyni en síðast er vitað af ferðum hans í gærkvöldi um ellefu leytið á Ingólfstorgi. Hann er fæddur árið 2003.
Hann var klæddur í grásvartar gallabuxur og svarta stóra dúnúlpu. Julian er grannvaxinn með brúnt axlarsítt liðað hár sem hann hefur yfirleitt í hárteygju.
Hafi einhver upplýsingar um ferðir hans er viðkomandi bent á að hringja í síma 444-2000 eða í 112.