Eftirlitshlutverk LMFÍ og upplýsingaskylda lögmanna Lárus Sigurður Lárusson skrifar 31. júlí 2019 15:25 Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar