Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Garpur I. Elísabetarson skrifar 31. júlí 2019 09:00 Steve Carver og Snæbjörn Guðmundsson við Hvalárfoss. Vatnsmagn í fossinum mun minnka verulega. mynd/Garpur elísabetarson Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Ekkert nema græðgi, segir prófessorinn. „Þegar þú ferð að kynna þér nánar hvað er að baki þessari virkjun, peningarnir á bak við þetta, þá sérðu að það er ekkert verið að hugsa um að orkuvæða heimili fólks, heldur er bara verið að reyna að græða peninga,“ segir dr. Steve Carver, prófessor við Háskólann í Leeds í Bretlandi, sem kominn er hingað til lands til þess að kortleggja óbyggð og ósnortin víðerni. Carver kom til landsins fyrir tilstilli náttúruverndarsamtakanna Ófeigar í kjölfar framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, en Carver mun næstu mánuði vinna að því að meta og kortleggja víðerni frá Hornströndum að Steingrímsfjarðarheiði. Undirbúningur við kortlagninguna hefur staðið yfir í um hálft ár og stefnir Carver á að ljúka vinnu sinni í október. „Í svona vinnu eru notuð kort, gervihnattamyndir, GPS og fleiri tæki. En að koma hingað og kynnast svæðinu er ómetanlegt,“ segir Carver í samtali við blaðamann sem fékk að slást með honum í för að Hvalá og er ítarlegt viðtal og umfjöllun að finna á frettabladid.is.Sif Konráðsdóttir gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda.Fréttablaðið/GarpurCarver bendir á að Ísland eigi tæplega 43 prósent af allra villtustu víðernum Evrópu og að svo hátt hlutfall sé hvergi annars staðar að finna í álfunni. „Þetta eru mjög áhugaverðar tölur og Ísland hefur þá ábyrgð að vernda sín víðerni. Ekki bara fyrir Ísland, heldur fyrir allan heiminn,“ segir hann og bætir við að peningar megi ekki alltaf trompa náttúruvernd. „Í grunninn snýst þetta bara um peninga og ég er bara alls ekki sammála þeirri leið. Ef það er verið að nota landið og eyðileggja það í þeim tilgangi að bæta líf fólks, þá er hægt að sýna því skilning að einhverju marki, en mér finnst ekki í lagi að eyðileggja landið til þess eins að græða meiri peninga. Það eru aðrar leiðir en að eyðileggja þessi víðerni, og ef mér tekst að finna betri lausnir en þessa þá er ég glaður,“ segir hann. „Um leið og þú hefur eyðilagt víðerni sem þessi – verður ekki aftur snúið.“ Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður Ófeigar, tekur undir orð Carvers. „Náttúruáhrifin yrðu einfaldlega mjög slæm. Það væri verið að taka ár úr farvegi sínum, það væri verið að taka rennsli mikilfenglegra fossa og fossaraða og væri verið að færa til heilu árnar úr farvegum sínum yfir í vatnasvið annarra áa,“ segir Snæbjörn. „Víðernin eru þannig að gildi þeirra felst í hversu ósnortin þau eru, felst í náttúruminjunum en líka í sögu- og fornminjum. Og eftir því sem þau eru stærri þeim mun stærri heild eru þau fyrir lífríkið á svæðinu og fyrir vistkerfi svæðanna. Ófeigsfjarðarheiði til dæmis drekkur í sig vatn, snjó og úrkomu sem fellur á heiðina, og lífríkið við sjávarströndina þar þrífst á þessu vatni og næringarefnunum sem það flytur.“ Sif Konráðsdóttir, stjórnarformaður Ófeigar, segir að vel sé hægt að finna aðrar leiðir til þess að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. „En það er bara enginn að því, því það er enginn peningur í því. Þeir sem stjórna umræðunni vilja þessa virkjun, enda græða þeir ekkert á því að þetta vandamál sé leyst með öðrum hætti. Einfaldasta lausnin er varaaflstöð á sunnanverðum Vestfjörðum, til dæmis eins og sú sem er í Bolungarvík, og hringtenging innan Suður-Vestfjarða,“ segir Sif. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Ekkert nema græðgi, segir prófessorinn. „Þegar þú ferð að kynna þér nánar hvað er að baki þessari virkjun, peningarnir á bak við þetta, þá sérðu að það er ekkert verið að hugsa um að orkuvæða heimili fólks, heldur er bara verið að reyna að græða peninga,“ segir dr. Steve Carver, prófessor við Háskólann í Leeds í Bretlandi, sem kominn er hingað til lands til þess að kortleggja óbyggð og ósnortin víðerni. Carver kom til landsins fyrir tilstilli náttúruverndarsamtakanna Ófeigar í kjölfar framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, en Carver mun næstu mánuði vinna að því að meta og kortleggja víðerni frá Hornströndum að Steingrímsfjarðarheiði. Undirbúningur við kortlagninguna hefur staðið yfir í um hálft ár og stefnir Carver á að ljúka vinnu sinni í október. „Í svona vinnu eru notuð kort, gervihnattamyndir, GPS og fleiri tæki. En að koma hingað og kynnast svæðinu er ómetanlegt,“ segir Carver í samtali við blaðamann sem fékk að slást með honum í för að Hvalá og er ítarlegt viðtal og umfjöllun að finna á frettabladid.is.Sif Konráðsdóttir gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda.Fréttablaðið/GarpurCarver bendir á að Ísland eigi tæplega 43 prósent af allra villtustu víðernum Evrópu og að svo hátt hlutfall sé hvergi annars staðar að finna í álfunni. „Þetta eru mjög áhugaverðar tölur og Ísland hefur þá ábyrgð að vernda sín víðerni. Ekki bara fyrir Ísland, heldur fyrir allan heiminn,“ segir hann og bætir við að peningar megi ekki alltaf trompa náttúruvernd. „Í grunninn snýst þetta bara um peninga og ég er bara alls ekki sammála þeirri leið. Ef það er verið að nota landið og eyðileggja það í þeim tilgangi að bæta líf fólks, þá er hægt að sýna því skilning að einhverju marki, en mér finnst ekki í lagi að eyðileggja landið til þess eins að græða meiri peninga. Það eru aðrar leiðir en að eyðileggja þessi víðerni, og ef mér tekst að finna betri lausnir en þessa þá er ég glaður,“ segir hann. „Um leið og þú hefur eyðilagt víðerni sem þessi – verður ekki aftur snúið.“ Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður Ófeigar, tekur undir orð Carvers. „Náttúruáhrifin yrðu einfaldlega mjög slæm. Það væri verið að taka ár úr farvegi sínum, það væri verið að taka rennsli mikilfenglegra fossa og fossaraða og væri verið að færa til heilu árnar úr farvegum sínum yfir í vatnasvið annarra áa,“ segir Snæbjörn. „Víðernin eru þannig að gildi þeirra felst í hversu ósnortin þau eru, felst í náttúruminjunum en líka í sögu- og fornminjum. Og eftir því sem þau eru stærri þeim mun stærri heild eru þau fyrir lífríkið á svæðinu og fyrir vistkerfi svæðanna. Ófeigsfjarðarheiði til dæmis drekkur í sig vatn, snjó og úrkomu sem fellur á heiðina, og lífríkið við sjávarströndina þar þrífst á þessu vatni og næringarefnunum sem það flytur.“ Sif Konráðsdóttir, stjórnarformaður Ófeigar, segir að vel sé hægt að finna aðrar leiðir til þess að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. „En það er bara enginn að því, því það er enginn peningur í því. Þeir sem stjórna umræðunni vilja þessa virkjun, enda græða þeir ekkert á því að þetta vandamál sé leyst með öðrum hætti. Einfaldasta lausnin er varaaflstöð á sunnanverðum Vestfjörðum, til dæmis eins og sú sem er í Bolungarvík, og hringtenging innan Suður-Vestfjarða,“ segir Sif.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira