Boris segir það undir ESB komið að tryggja að samið verði um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 23:30 Boris sótti Skotland heim í gær. Getty/Jeff J. Mitchell Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. Johnson segist ekki stefna á að Bretar yfirgefi ESB í haust án samnings en til þess gæti komið en boltinn sé hjá „vinum og félögum Breta hinum megin við Ermarsundið.“ Guardian greinir frá. Boris hefur kallað eftir því að baktryggingin svokallaða, sem er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn, verði afnumin. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. „Evrópusambandið veit að breska þingið hefur hafnað baktryggingunni í þrígang, það er ekki möguleiki að hún nái í gegn. Við verðum að fá baktrygginguna úr samningnum, við getum ekki sætt okkur við samninginn í núverandi mynd,“ sagði Johnson.Harðlínu menn harðir á móti baktryggingunni Fyrr í vikunni deildi Johnson við taoiseach, forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar. Kollegarnir ræddust við í gegnum síma, um baktrygginguna þar sem Varadkar sagði ESB vera einhuga í afstöðu sinni gagnvart baktryggingunni. Johnson sagði þá ljóst að Bretar myndu aldrei setja upp landamærastöðvar á landamærum Norður Írlands og Írlands en baktryggingin þyrfti að hverfa af samningaborðinu. Írar og Evrópusambandið telja baktrygginguna vera nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir að hörð landamæragæsla verði til staðar á landamærunum áðurnefndu. Baktryggingin veldur hins vegar harðlínu Brexit-mönnum áhyggjum þar sem talið er að með henni haldi Evrópusambandið enn í Bretland, þrátt fyrir útgönguna. „Ef ESB getur ekki komið til móts við okkur, ef þau geta það alls ekki. Þá verðum við að búa okkur undir Brexit án samnings,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sem væntanlegur er til Norður Írlands á næstu dögum, í opinberri heimsókn. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. Johnson segist ekki stefna á að Bretar yfirgefi ESB í haust án samnings en til þess gæti komið en boltinn sé hjá „vinum og félögum Breta hinum megin við Ermarsundið.“ Guardian greinir frá. Boris hefur kallað eftir því að baktryggingin svokallaða, sem er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn, verði afnumin. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. „Evrópusambandið veit að breska þingið hefur hafnað baktryggingunni í þrígang, það er ekki möguleiki að hún nái í gegn. Við verðum að fá baktrygginguna úr samningnum, við getum ekki sætt okkur við samninginn í núverandi mynd,“ sagði Johnson.Harðlínu menn harðir á móti baktryggingunni Fyrr í vikunni deildi Johnson við taoiseach, forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar. Kollegarnir ræddust við í gegnum síma, um baktrygginguna þar sem Varadkar sagði ESB vera einhuga í afstöðu sinni gagnvart baktryggingunni. Johnson sagði þá ljóst að Bretar myndu aldrei setja upp landamærastöðvar á landamærum Norður Írlands og Írlands en baktryggingin þyrfti að hverfa af samningaborðinu. Írar og Evrópusambandið telja baktrygginguna vera nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir að hörð landamæragæsla verði til staðar á landamærunum áðurnefndu. Baktryggingin veldur hins vegar harðlínu Brexit-mönnum áhyggjum þar sem talið er að með henni haldi Evrópusambandið enn í Bretland, þrátt fyrir útgönguna. „Ef ESB getur ekki komið til móts við okkur, ef þau geta það alls ekki. Þá verðum við að búa okkur undir Brexit án samnings,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sem væntanlegur er til Norður Írlands á næstu dögum, í opinberri heimsókn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira