Stutt en súr þjálfaratímabil í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 10:00 Hlutirnir ganga ekki alltaf upp í fótbolta. Það er gömul saga og ný. Hér fyrir neðan má finna umfjöllun um tíu stutt en mislukkuð tímabil þjálfara í efstu deild karla á Íslandi. Um er að ræða þjálfara sem voru með lið í stuttan tíma, tóku við fyrir tímabil eða á miðju sumri, og náðu ekki tilætluðum árangri. Pedro Hipolito, ÍBV 2019ÍBV fékk 0,5 stig að meðaltali í tíu deildarleikjum undir stjórn Pedros.vísir/báraÞað kom öllum á óvart þegar Pedro Hipolito var ráðinn þjálfari ÍBV en engum þegar honum var sagt upp. Þegar Pedro var ráðinn þjálfari Fram 2017 var hann kynntur til leiks sem einn efnilegasti þjálfari Portúgals, vopnaður meðmælum frá sjálfum Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho. Fram lenti í 9. sæti bæði tímabilin undir stjórn Pedros en forráðamenn ÍBV sáu eitthvað sem heillaði þá og réðu hann eftir tímabilið í fyrra. Pedro fylgdu nokkrir misgóðir erlendir leikmenn, þ.á.m. Gilson Correira, einn slakasti varnarmaður sem hefur leikið í efstu deild hér á landi. Pedro skipti leikjum á milli markvarða, prófaði sig áfram með leikaðferðir og liðsval en fann aldrei réttu formúluna. Pedro stýrði ÍBV í tíu deildarleikjum. Aðeins einn þeirra vannst, tveir enduðu með jafntefli og sjö töpuðust. Í þessum tíu deildarleikjum fengu Eyjamenn á sig 25 mörk. Eftir tap fyrir Stjörnunni á heimavelli var Pedro látinn fara og við tóku Ian Jeffs og Andri Ólafsson. Gengi Eyjamanna hefur reyndar ekkert lagast eftir þjálfaraskiptin. ÍBV varð bikarmeistari 2017, endaði í 6. sæti Pepsi-deildarinnar 2018 en leikur að öllum líkindum í Inkasso-deildinni 2020. Guðjón Þórðarson, Keflavík 2005Guðjón að störfum í Reykjaneshöllinni.vísir/valliEftir að hafa þjálfað erlendis síðan 1999 var Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari Keflavíkur í árslok 2004. Keflvíkingar höfðu betur í baráttu við Grindvíkinga sem vildu líka fá landsliðsþjálfarann fyrrverandi. Keflvíkingar voru sáttir með að hafa landað stórlaxi og sáu fram á bjarta tíma með Guðjón í brúnni. Skagamaðurinn náði hins vegar ekki að stýra Keflavík í deildarleik. Guðjón hætti óvænt þremur dögum fyrir fyrsta leik í Landsbankadeildinni vegna vangoldina launa. Keflvíkingar voru ekki á sama máli og sögðu Guðjón ljúga og deila þeirra var fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Skömmu eftir brotthvarfið frá Keflavík tók Guðjón við Notts County á Englandi. Kristján Guðmundsson tók við þjálfun Keflavíkur af Guðjóni og stýrði liðinu næstu fimm árin, gerði það að bikarmeisturum 2006 og var hársbreidd frá því að gera Keflvíkinga að Íslandsmeisturum tveimur árum síðar. Vinsældir Guðjóns í Keflavík jukust ekkert tveimur árum síðar þegar hann stýrði ÍA og sonur hans, Bjarni, skoraði frægt mark frá miðju í leik gegn Keflavík á Akranesi. Nokkur eftirmál urðu að því atviki og ljóst var að sárin voru ekki gróin. Ivan Golac, ÍA 1997Ummælin frægu sem Ivan Golac lét falla í viðtali við DV.mynd/dvÞað er ekki nokkur leið að gera svona lista án þess að hafa Ivan Golac með á honum. Gamla Southampton-hetjan og maðurinn sem gerði Dundee United óvænt að skoskum bikarmeisturum var nokkra skrautlega mánuði við stjórnvölinn hjá ÍA og lét ein eftirminnilegustu ummæli íslenskrar fótboltasögu falla. „Ég er sannfærður um að við vinnum alla 17 leikina sem eftir eru,“ sagði Golac í samtali við DV eftir 3-1 tap fyrir ÍBV í 1. umferð efstu deildar 1997. Spádómur hans rættist þó ekki. ÍA gerði markalaust jafntefli við Leiftur í 2. umferð en vann svo fimm leiki í röð. Skagamenn töpuðu 4-0 fyrir KR-ingum, unnu Keflvíkinga en eftir tvö töp í röð, fyrir Eyjamönnum og Leiftursmönnum, var Golac látinn taka pokann sinn. Þrátt fyrir óteljandi magaæfingar skildi Golac eftir sig lið í engu formi. Logi Ólafsson tók við og byrjaði nýtt undirbúningstímabil. Útlendingarnir slöku sem fylgdu Golac voru látnir róa, Logi treysti á heimamenn og ÍA fékk 16 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö umferðunum. Það dugði þó ekki til og ótrúlegri sigurgöngu ÍA, sem hafði orðið Íslandsmeistari fimm ár í röð, lauk haustið 1997 þegar ÍBV hampaði titlinum. Nýlega var farið yfir stjóratíð Golac hjá ÍA í hlaðvarpinu Skagahraðlestinni. Þar er m.a. farið yfir vandræðaganginn hjá ÍA veturinn 1996-97, draum Golac um að koma ÍA í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og sérstakar æfingaaðferðir hans. Ion Geolgau, Fram 2004Geolgau ásamt aðstoðarmanni sínum, Jörundi Áka Sveinssyni.Framarar voru fastir í déjà vu á árunum í kringum aldamótin. Þeir byrjuðu illa, buðu falldraugnum upp í dans en björguðu sér svo alltaf fyrir horn. Eftir að hafa verið með heimamenn við stjórnvölinn í nokkur ár leituðu Framarar út fyrir landssteinana haustið 2003. Þeir réðu Ion Geolgau, fyrrverandi landsliðsmann Rúmeníu sem hafði gert góða hluti sem þjálfari í Færeyjum. Miklar væntingar voru gerðar til Geolgau sem sagðist ætla að gera Fram að Íslandsmeisturum innan þriggja ára. Það gekk ekki alveg upp og tímabilið 2004 fylgdi sömu formúlu og tímabilin á undan. Fram byrjaði reyndar vel, vann 3-0 sigur á Víkingi R. í 1. umferð og gerði svo jafntefli við ÍBV í Eyjum í 2. umferð. En svo hallaði undan fæti. Fram fékk aðeins eitt stig í næstu sex leikjum og eftir 1-2 tap fyrir FH í lok júní fékk Geolgau nóg og sagði starfi sínu lausu. Fram kallaði þá Ólaf Kristjánsson heim frá Danmörku og hann bjargaði liðinu frá falli. Tímabilið 2005 kom svo í ljós að Fram var ekki með jafn mörg líf og kötturinn og liðið féll í fyrsta sinn síðan 1982. Magnús Gylfason, KR 2005Magnús er raddsterkur mjög.vísir/valliEftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með ÍBV var Magnús Gylfason fenginn til að koma KR aftur á toppinn eftir slakt tímabil 2004. KR fékk sterka leikmenn til sín um veturinn, vann deildabikarinn og fyrstu tvo leikina í Landsbankadeildinni. Þá seig á ógæfuhliðina. KR tapaði sex af næstu átta leikjum sínum og skoraði ekki í fjórum þeirra. KR vann 0-4 sigur á Fram í 11. umferð en tapaði svo fyrir Keflavík, 1-3, í næstu umferð. Þetta var þriðja tap KR-inga á heimavelli í röð í deild og bikar og það fimmta í sjö heimaleikjum á tímabilinu. Og það reyndist vera kornið sem fyllti mælinn og Magnús var látinn taka pokann sinn. KR vann aðeins fjóra af tíu deildarleikjum undir stjórn Magnúsar og þrír þeirra komu gegn liðunum sem féllu, Fram og Þrótti. Hann skildi við KR í 6. sæti deildarinnar með 13 stig, 23 stigum á eftir toppliði FH en aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Sigursteinn Gíslason heitinn tók við KR-skútunni og stýrði henni í örugga höfn. Undir hans stjórn fengu KR-ingar tólf stig í síðustu sex deildarleikjunum. Eysteinn Hauksson, Keflavík 2018Keflavík náði aðeins í eitt stig af 33 mögulegum undir stjórn Eysteins í Pepsi-deildinni 2018.vísir/báraAf mörgum lélegum liðum sem hafa leikið í efstu deild síðan liðum var fjölgað í tólf 2008 er Keflavíkurliðið í fyrra það slakasta. Og kannski það slakasta í sögu efstu deildar. Keflvíkingar unnu ekki leik, fengu fjögur stig, voru 21 stigi frá því að halda sér uppi og voru fallnir í lok ágúst. Guðlaugur Baldursson, sem kom Keflavík upp úr Inkasso-deildinni 2017, hætti eftir ellefu deildarleiki. Þá var staðan grafalvarleg, stigin aðeins þrjú og níu stig upp í öruggt sæti. Við starfi Guðlaugs tók aðstoðarþjálfarinn Eysteinn Hauksson og hann fékk það nánast ómögulega verkefni að bjarga liðinu frá falli. Venjulega kemur smá kraftur með nýjum þjálfara en ekki hjá Keflavík í fyrra. Keflvíkingar sýndu engin viðbrögð eftir þjálfaraskiptin. Þeir töpuðu tíu af ellefu leikjum undir stjórn Eysteins. Eina stigið kom gegn Fjölni, liðinu sem fylgdi Keflavík niður í Inkasso-deildina. Markatalan í síðustu ellefu leikjunum var 5-27. Þrátt fyrir rýra uppskeru var Eysteinn ráðinn sem þjálfari Keflavíkur til frambúðar. Keflvíkingar eru núna um miðja Inkasso-deild. Atli Eðvaldsson, Valur 2009Endurkoma Atla í Val gekk ekki sem skyldi.vísir/arnþórÞetta byrjaði svo vel en endaði svo illa. Eftir að Willum Þór Þórssyni hætti hjá Val á miðju sumari 2009 leituðu Valsmenn til Atla Eðvaldssonar sem tók við sínu gamla félagi. Valur vann KA, 3-2, í bikarnum í fyrsta leiknum undir stjórn Atla. Og í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Atla vann Valur KR, 3-4, í Vesturbænum. Þá virtist útlitið nokkuð bjart. Í síðustu ellefu deildarleikjum tímabilsins unnu Valsmenn hins vegar aðeins einn leik, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu sjö. Þeir féllu líka út úr bikarnum fyrir KR-ingum. Eins og áður sagði var fyrsti deildarleikur Atla með Val gegn KR. Sá síðasti var einnig gegn KR. Og eins og í þeim fyrri urðu mörkin sjö. Valsmenn skoruðu tvö en Björgólfur Takefusa fimm. Valur endaði í 8. sæti, aðeins tveimur árum eftir að liðið varð Íslandsmeistari, og fékk næstum því tvö mörk að meðaltali á sig í leik. Bjarnólfur Lárusson, Víkingur R. 2011Bjarnólfur hefur ekki þjálfað meistaraflokk síðan hann var með Víking seinni hluta sumars 2011.vísir/antonÁrið 2011 var sannkölluð rússíbanareið í Víkinni. Fjórir þjálfarar voru við stjórnvölinn á þessu viðburðarríka ári og alls kom 31 leikmaður við sögu í Pepsi-deildinni. Mikið gekk á utan vallar en árangurinn inni á vellinum var ekki merkilegur. Leifur Garðarsson var látinn fara í byrjun mars og við tók Andri Marteinsson sem hafði fallið með Hauka úr Pepsi-deildinni árið á undan. Víkingur byrjaði ágætlega, tapaði aðeins einum af fyrstu fimm leikjum sínum og hélt þrisvar sinnum hreinu. Í næstu sex leikjum náðu Víkingar hins vegar aðeins í eitt stig og eftir 0-1 tap fyrir Frömurum í Víkinni var Andri látinn taka pokann sinn. Við tók Bjarnólfur Lárusson sem hafði stýrt 2. flokki Víkings með góðum árangri. Þjálfaratíð hans byrjaði á versta mögulega hátt því í fyrsta leiknum undir hans stjórn tapaði Víkingur, 6-1, fyrir Þór. Ef fyrri hluti mótsins undir stjórn Andra var eins og akstur í íbúðagötu var seinni hlutinn undir stjórn Bjarnólfs eins og torfæra. Mörkunum fjölgaði, bæði hjá Víkingum og andstæðingunum, en þeir rauðsvörtu héldu áfram að tapa. Bjarnólfur sagðist ætla að taka agamálin í gegn og rak tvo leikmenn úr liðinu. Víkingur féll svo eftir tap fyrir Val í 19. umferð. Í næsta leik unnu pressulausir Víkingar Íslandsmeistara Blika, 2-6, á útivelli. Víkingur endaði með 15 stig og var átta stigum frá öruggu sæti. Bjarnólfur hætti eftir tímabilið og við tók Ólafur Þórðarson. Þremur árum síðar náðu Víkingar Evrópusæti undir hans stjórn. Hörður Hilmarsson, Valur 1995Eftir að hafa stýrt FH í 2. sætið 1993 og 1994 tók Hörður Hilmarsson við Val fyrir tímabilið 1995. Valsmenn enduðu í 4. sæti tímabilið á undan en misstu sterka leikmenn á borð við Eið Smára Guðjohnsen, Guðna Bergsson og Ágúst Gylfason um veturinn. Þrátt fyrir það var Val spáð 5. sætinu fyrir tímabilið. Valur byrjaði tímabilið eins illa og hægt var og tapaði 8-1 fyrir ÍBV í 1. umferðinni. Það gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Valsmenn töpuðu fyrir Blikum í næstu umferð, gerðu svo markalaust jafntefli við Keflvíkinga áður en þeir unnu FH-inga, 2-3, í Kaplakrika. Þá komu fjórir tapleikir í röð þar sem Valur skoraði aðeins eitt mark. „Við erum í djúpum skít og útlitið ekki gott,“ sagði Hörður við DV eftir tap fyrir Grindavík í 7. umferð. Valur vann Fram, 3-0, í 9. umferð en tapaði svo næstu tveimur leikjum á heimavelli fyrir ÍBV og Breiðablik. Eftir 0-3 tap fyrir Blikum var þolinmæðin á þrotum og Hörður var látinn fara. Þá var Valur á botni deildarinnar, aðeins með sjö stig og búinn að fá á sig 25 mörk. Við starfi Harðar tók Kristinn Björnsson sem stýrði Val 1993 og 1994. Hann sneri gengi Vals við svo um munaði. Valsmenn fengu 16 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö umferðunum og björguðu sér örugglega frá falli. George Kirby, ÍA 1990Eftir að hafa endað í 6. sæti 1989, sem var versti árangur ÍA síðan liðið féll 1967, leituðu Skagamenn til Englendingsins Georges Kirby sem tók við liðinu í fimmta sinn. Kirby var í miklum metum á Akranesi enda hafði hann gert ÍA þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum á árum áður. Þegar Kirby kom á Skagann 1990 var mikill efniviður til staðar hjá ÍA en stoðirnar ekki nógu sterkar og snemma var ljóst í hvað stefndi. ÍA tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni án þess að skora en tapaði svo aðeins einum af næstu fimm leikjum. Þá kom hressilegt bakslag, ÍA tapaði sex leikjum í röð í deild og bikar og eftir 2-1 tap fyrir KA í 12. umferð hætti Kirby. Þá voru Skagamenn í níunda og næstneðsta sæti með átta stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Ástandið lagaðist reyndar lítið eftir að Kirby fór. ÍA vann aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum og endaði í botnsætinu. Skagamenn féllu þegar tvær umferðir voru eftir. Endurfæðing ÍA hófst hins vegar eftir þetta martraðarár. Guðjón Þórðarson sneri aftur á Akranes fyrir tímabilið 1991 og við tók gullöld ÍA. Skagamenn rústuðu 1. deildinni og urðu svo Íslandsmeistarar fimm ár í röð með marga af þeim leikmönnum sem voru að hefja sinn feril 1990 í burðarhlutverkum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Hlutirnir ganga ekki alltaf upp í fótbolta. Það er gömul saga og ný. Hér fyrir neðan má finna umfjöllun um tíu stutt en mislukkuð tímabil þjálfara í efstu deild karla á Íslandi. Um er að ræða þjálfara sem voru með lið í stuttan tíma, tóku við fyrir tímabil eða á miðju sumri, og náðu ekki tilætluðum árangri. Pedro Hipolito, ÍBV 2019ÍBV fékk 0,5 stig að meðaltali í tíu deildarleikjum undir stjórn Pedros.vísir/báraÞað kom öllum á óvart þegar Pedro Hipolito var ráðinn þjálfari ÍBV en engum þegar honum var sagt upp. Þegar Pedro var ráðinn þjálfari Fram 2017 var hann kynntur til leiks sem einn efnilegasti þjálfari Portúgals, vopnaður meðmælum frá sjálfum Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho. Fram lenti í 9. sæti bæði tímabilin undir stjórn Pedros en forráðamenn ÍBV sáu eitthvað sem heillaði þá og réðu hann eftir tímabilið í fyrra. Pedro fylgdu nokkrir misgóðir erlendir leikmenn, þ.á.m. Gilson Correira, einn slakasti varnarmaður sem hefur leikið í efstu deild hér á landi. Pedro skipti leikjum á milli markvarða, prófaði sig áfram með leikaðferðir og liðsval en fann aldrei réttu formúluna. Pedro stýrði ÍBV í tíu deildarleikjum. Aðeins einn þeirra vannst, tveir enduðu með jafntefli og sjö töpuðust. Í þessum tíu deildarleikjum fengu Eyjamenn á sig 25 mörk. Eftir tap fyrir Stjörnunni á heimavelli var Pedro látinn fara og við tóku Ian Jeffs og Andri Ólafsson. Gengi Eyjamanna hefur reyndar ekkert lagast eftir þjálfaraskiptin. ÍBV varð bikarmeistari 2017, endaði í 6. sæti Pepsi-deildarinnar 2018 en leikur að öllum líkindum í Inkasso-deildinni 2020. Guðjón Þórðarson, Keflavík 2005Guðjón að störfum í Reykjaneshöllinni.vísir/valliEftir að hafa þjálfað erlendis síðan 1999 var Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari Keflavíkur í árslok 2004. Keflvíkingar höfðu betur í baráttu við Grindvíkinga sem vildu líka fá landsliðsþjálfarann fyrrverandi. Keflvíkingar voru sáttir með að hafa landað stórlaxi og sáu fram á bjarta tíma með Guðjón í brúnni. Skagamaðurinn náði hins vegar ekki að stýra Keflavík í deildarleik. Guðjón hætti óvænt þremur dögum fyrir fyrsta leik í Landsbankadeildinni vegna vangoldina launa. Keflvíkingar voru ekki á sama máli og sögðu Guðjón ljúga og deila þeirra var fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Skömmu eftir brotthvarfið frá Keflavík tók Guðjón við Notts County á Englandi. Kristján Guðmundsson tók við þjálfun Keflavíkur af Guðjóni og stýrði liðinu næstu fimm árin, gerði það að bikarmeisturum 2006 og var hársbreidd frá því að gera Keflvíkinga að Íslandsmeisturum tveimur árum síðar. Vinsældir Guðjóns í Keflavík jukust ekkert tveimur árum síðar þegar hann stýrði ÍA og sonur hans, Bjarni, skoraði frægt mark frá miðju í leik gegn Keflavík á Akranesi. Nokkur eftirmál urðu að því atviki og ljóst var að sárin voru ekki gróin. Ivan Golac, ÍA 1997Ummælin frægu sem Ivan Golac lét falla í viðtali við DV.mynd/dvÞað er ekki nokkur leið að gera svona lista án þess að hafa Ivan Golac með á honum. Gamla Southampton-hetjan og maðurinn sem gerði Dundee United óvænt að skoskum bikarmeisturum var nokkra skrautlega mánuði við stjórnvölinn hjá ÍA og lét ein eftirminnilegustu ummæli íslenskrar fótboltasögu falla. „Ég er sannfærður um að við vinnum alla 17 leikina sem eftir eru,“ sagði Golac í samtali við DV eftir 3-1 tap fyrir ÍBV í 1. umferð efstu deildar 1997. Spádómur hans rættist þó ekki. ÍA gerði markalaust jafntefli við Leiftur í 2. umferð en vann svo fimm leiki í röð. Skagamenn töpuðu 4-0 fyrir KR-ingum, unnu Keflvíkinga en eftir tvö töp í röð, fyrir Eyjamönnum og Leiftursmönnum, var Golac látinn taka pokann sinn. Þrátt fyrir óteljandi magaæfingar skildi Golac eftir sig lið í engu formi. Logi Ólafsson tók við og byrjaði nýtt undirbúningstímabil. Útlendingarnir slöku sem fylgdu Golac voru látnir róa, Logi treysti á heimamenn og ÍA fékk 16 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö umferðunum. Það dugði þó ekki til og ótrúlegri sigurgöngu ÍA, sem hafði orðið Íslandsmeistari fimm ár í röð, lauk haustið 1997 þegar ÍBV hampaði titlinum. Nýlega var farið yfir stjóratíð Golac hjá ÍA í hlaðvarpinu Skagahraðlestinni. Þar er m.a. farið yfir vandræðaganginn hjá ÍA veturinn 1996-97, draum Golac um að koma ÍA í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og sérstakar æfingaaðferðir hans. Ion Geolgau, Fram 2004Geolgau ásamt aðstoðarmanni sínum, Jörundi Áka Sveinssyni.Framarar voru fastir í déjà vu á árunum í kringum aldamótin. Þeir byrjuðu illa, buðu falldraugnum upp í dans en björguðu sér svo alltaf fyrir horn. Eftir að hafa verið með heimamenn við stjórnvölinn í nokkur ár leituðu Framarar út fyrir landssteinana haustið 2003. Þeir réðu Ion Geolgau, fyrrverandi landsliðsmann Rúmeníu sem hafði gert góða hluti sem þjálfari í Færeyjum. Miklar væntingar voru gerðar til Geolgau sem sagðist ætla að gera Fram að Íslandsmeisturum innan þriggja ára. Það gekk ekki alveg upp og tímabilið 2004 fylgdi sömu formúlu og tímabilin á undan. Fram byrjaði reyndar vel, vann 3-0 sigur á Víkingi R. í 1. umferð og gerði svo jafntefli við ÍBV í Eyjum í 2. umferð. En svo hallaði undan fæti. Fram fékk aðeins eitt stig í næstu sex leikjum og eftir 1-2 tap fyrir FH í lok júní fékk Geolgau nóg og sagði starfi sínu lausu. Fram kallaði þá Ólaf Kristjánsson heim frá Danmörku og hann bjargaði liðinu frá falli. Tímabilið 2005 kom svo í ljós að Fram var ekki með jafn mörg líf og kötturinn og liðið féll í fyrsta sinn síðan 1982. Magnús Gylfason, KR 2005Magnús er raddsterkur mjög.vísir/valliEftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með ÍBV var Magnús Gylfason fenginn til að koma KR aftur á toppinn eftir slakt tímabil 2004. KR fékk sterka leikmenn til sín um veturinn, vann deildabikarinn og fyrstu tvo leikina í Landsbankadeildinni. Þá seig á ógæfuhliðina. KR tapaði sex af næstu átta leikjum sínum og skoraði ekki í fjórum þeirra. KR vann 0-4 sigur á Fram í 11. umferð en tapaði svo fyrir Keflavík, 1-3, í næstu umferð. Þetta var þriðja tap KR-inga á heimavelli í röð í deild og bikar og það fimmta í sjö heimaleikjum á tímabilinu. Og það reyndist vera kornið sem fyllti mælinn og Magnús var látinn taka pokann sinn. KR vann aðeins fjóra af tíu deildarleikjum undir stjórn Magnúsar og þrír þeirra komu gegn liðunum sem féllu, Fram og Þrótti. Hann skildi við KR í 6. sæti deildarinnar með 13 stig, 23 stigum á eftir toppliði FH en aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Sigursteinn Gíslason heitinn tók við KR-skútunni og stýrði henni í örugga höfn. Undir hans stjórn fengu KR-ingar tólf stig í síðustu sex deildarleikjunum. Eysteinn Hauksson, Keflavík 2018Keflavík náði aðeins í eitt stig af 33 mögulegum undir stjórn Eysteins í Pepsi-deildinni 2018.vísir/báraAf mörgum lélegum liðum sem hafa leikið í efstu deild síðan liðum var fjölgað í tólf 2008 er Keflavíkurliðið í fyrra það slakasta. Og kannski það slakasta í sögu efstu deildar. Keflvíkingar unnu ekki leik, fengu fjögur stig, voru 21 stigi frá því að halda sér uppi og voru fallnir í lok ágúst. Guðlaugur Baldursson, sem kom Keflavík upp úr Inkasso-deildinni 2017, hætti eftir ellefu deildarleiki. Þá var staðan grafalvarleg, stigin aðeins þrjú og níu stig upp í öruggt sæti. Við starfi Guðlaugs tók aðstoðarþjálfarinn Eysteinn Hauksson og hann fékk það nánast ómögulega verkefni að bjarga liðinu frá falli. Venjulega kemur smá kraftur með nýjum þjálfara en ekki hjá Keflavík í fyrra. Keflvíkingar sýndu engin viðbrögð eftir þjálfaraskiptin. Þeir töpuðu tíu af ellefu leikjum undir stjórn Eysteins. Eina stigið kom gegn Fjölni, liðinu sem fylgdi Keflavík niður í Inkasso-deildina. Markatalan í síðustu ellefu leikjunum var 5-27. Þrátt fyrir rýra uppskeru var Eysteinn ráðinn sem þjálfari Keflavíkur til frambúðar. Keflvíkingar eru núna um miðja Inkasso-deild. Atli Eðvaldsson, Valur 2009Endurkoma Atla í Val gekk ekki sem skyldi.vísir/arnþórÞetta byrjaði svo vel en endaði svo illa. Eftir að Willum Þór Þórssyni hætti hjá Val á miðju sumari 2009 leituðu Valsmenn til Atla Eðvaldssonar sem tók við sínu gamla félagi. Valur vann KA, 3-2, í bikarnum í fyrsta leiknum undir stjórn Atla. Og í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Atla vann Valur KR, 3-4, í Vesturbænum. Þá virtist útlitið nokkuð bjart. Í síðustu ellefu deildarleikjum tímabilsins unnu Valsmenn hins vegar aðeins einn leik, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu sjö. Þeir féllu líka út úr bikarnum fyrir KR-ingum. Eins og áður sagði var fyrsti deildarleikur Atla með Val gegn KR. Sá síðasti var einnig gegn KR. Og eins og í þeim fyrri urðu mörkin sjö. Valsmenn skoruðu tvö en Björgólfur Takefusa fimm. Valur endaði í 8. sæti, aðeins tveimur árum eftir að liðið varð Íslandsmeistari, og fékk næstum því tvö mörk að meðaltali á sig í leik. Bjarnólfur Lárusson, Víkingur R. 2011Bjarnólfur hefur ekki þjálfað meistaraflokk síðan hann var með Víking seinni hluta sumars 2011.vísir/antonÁrið 2011 var sannkölluð rússíbanareið í Víkinni. Fjórir þjálfarar voru við stjórnvölinn á þessu viðburðarríka ári og alls kom 31 leikmaður við sögu í Pepsi-deildinni. Mikið gekk á utan vallar en árangurinn inni á vellinum var ekki merkilegur. Leifur Garðarsson var látinn fara í byrjun mars og við tók Andri Marteinsson sem hafði fallið með Hauka úr Pepsi-deildinni árið á undan. Víkingur byrjaði ágætlega, tapaði aðeins einum af fyrstu fimm leikjum sínum og hélt þrisvar sinnum hreinu. Í næstu sex leikjum náðu Víkingar hins vegar aðeins í eitt stig og eftir 0-1 tap fyrir Frömurum í Víkinni var Andri látinn taka pokann sinn. Við tók Bjarnólfur Lárusson sem hafði stýrt 2. flokki Víkings með góðum árangri. Þjálfaratíð hans byrjaði á versta mögulega hátt því í fyrsta leiknum undir hans stjórn tapaði Víkingur, 6-1, fyrir Þór. Ef fyrri hluti mótsins undir stjórn Andra var eins og akstur í íbúðagötu var seinni hlutinn undir stjórn Bjarnólfs eins og torfæra. Mörkunum fjölgaði, bæði hjá Víkingum og andstæðingunum, en þeir rauðsvörtu héldu áfram að tapa. Bjarnólfur sagðist ætla að taka agamálin í gegn og rak tvo leikmenn úr liðinu. Víkingur féll svo eftir tap fyrir Val í 19. umferð. Í næsta leik unnu pressulausir Víkingar Íslandsmeistara Blika, 2-6, á útivelli. Víkingur endaði með 15 stig og var átta stigum frá öruggu sæti. Bjarnólfur hætti eftir tímabilið og við tók Ólafur Þórðarson. Þremur árum síðar náðu Víkingar Evrópusæti undir hans stjórn. Hörður Hilmarsson, Valur 1995Eftir að hafa stýrt FH í 2. sætið 1993 og 1994 tók Hörður Hilmarsson við Val fyrir tímabilið 1995. Valsmenn enduðu í 4. sæti tímabilið á undan en misstu sterka leikmenn á borð við Eið Smára Guðjohnsen, Guðna Bergsson og Ágúst Gylfason um veturinn. Þrátt fyrir það var Val spáð 5. sætinu fyrir tímabilið. Valur byrjaði tímabilið eins illa og hægt var og tapaði 8-1 fyrir ÍBV í 1. umferðinni. Það gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Valsmenn töpuðu fyrir Blikum í næstu umferð, gerðu svo markalaust jafntefli við Keflvíkinga áður en þeir unnu FH-inga, 2-3, í Kaplakrika. Þá komu fjórir tapleikir í röð þar sem Valur skoraði aðeins eitt mark. „Við erum í djúpum skít og útlitið ekki gott,“ sagði Hörður við DV eftir tap fyrir Grindavík í 7. umferð. Valur vann Fram, 3-0, í 9. umferð en tapaði svo næstu tveimur leikjum á heimavelli fyrir ÍBV og Breiðablik. Eftir 0-3 tap fyrir Blikum var þolinmæðin á þrotum og Hörður var látinn fara. Þá var Valur á botni deildarinnar, aðeins með sjö stig og búinn að fá á sig 25 mörk. Við starfi Harðar tók Kristinn Björnsson sem stýrði Val 1993 og 1994. Hann sneri gengi Vals við svo um munaði. Valsmenn fengu 16 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö umferðunum og björguðu sér örugglega frá falli. George Kirby, ÍA 1990Eftir að hafa endað í 6. sæti 1989, sem var versti árangur ÍA síðan liðið féll 1967, leituðu Skagamenn til Englendingsins Georges Kirby sem tók við liðinu í fimmta sinn. Kirby var í miklum metum á Akranesi enda hafði hann gert ÍA þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum á árum áður. Þegar Kirby kom á Skagann 1990 var mikill efniviður til staðar hjá ÍA en stoðirnar ekki nógu sterkar og snemma var ljóst í hvað stefndi. ÍA tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni án þess að skora en tapaði svo aðeins einum af næstu fimm leikjum. Þá kom hressilegt bakslag, ÍA tapaði sex leikjum í röð í deild og bikar og eftir 2-1 tap fyrir KA í 12. umferð hætti Kirby. Þá voru Skagamenn í níunda og næstneðsta sæti með átta stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Ástandið lagaðist reyndar lítið eftir að Kirby fór. ÍA vann aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum og endaði í botnsætinu. Skagamenn féllu þegar tvær umferðir voru eftir. Endurfæðing ÍA hófst hins vegar eftir þetta martraðarár. Guðjón Þórðarson sneri aftur á Akranes fyrir tímabilið 1991 og við tók gullöld ÍA. Skagamenn rústuðu 1. deildinni og urðu svo Íslandsmeistarar fimm ár í röð með marga af þeim leikmönnum sem voru að hefja sinn feril 1990 í burðarhlutverkum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira