Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu halda áfram í kjölfar hernaðaræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna Sylvía Hall skrifar 9. ágúst 2019 23:32 Norðurkóresku flugskeyti skotið upp. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Suðurkóreski herinn segir Norður-Kóreu hafa skotið tveimur óþekktum flugskeytum út á haf frá austurströnd landsins í kvöld, nærri borginni Hamhung. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu fylgist herinn náið með aðstæðum og er í viðbragðsstöðu vegna skeytanna. Ekkert lát virðist vera á vopnaprófunum norðurins en í síðustu viku var sambærilegum flugskeytum skotið upp í þrígang. Aðeins fjórir dagar eru liðnir frá síðasta skoti sem líklegt þykir að um hafi verið að ræða tvær stuttdrægar skotflaugar. Talið er að vopnaæfingarnar séu mótsvar yfirvalda í Norður-Kóreu við fyrirhuguðum hernaðaræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem haldnar eru á ári hverju. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu staðfesti á mánudag að æfingarnar væru hafnar. Yfirvöld í Pyongyang hafa lýst yfir óánægju sinni með hernaðaræfingarnar og sögðu í yfirlýsingu að fyrri flugskeyti hafi verið til þess fallin að vara nágrannaríkið við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróunum.Sjá einnig: Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Aðeins þrír dagar eru liðnir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist hafa fengið annan „mjög fallegt bréf“ frá leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un. Þann 30. júní síðastliðinn sammældust leiðtogarnir um að endurvekja kjarnorkuafvopnunarviðræður sínar á leiðtogafundi sínum. Trump sjálfur þvertók fyrir á blaðamannafundi í gær að Norður-Kórea væri að prófa sig áfram með kjarnorkuvopn. Flugskeytin væru öll stuttdræg en hann væri þó ekki sáttur við vopnaprófanir Norður-Kóreu en þær brytu ekki í bága við fyrra samkomulag þeirra frá leiðtogafundi í Singapúr. „Foringi Kim vill ekki bregðast mér með því að bregðast trausti mínu, það er of mikið í húfi fyrir Norður-Kóreu – möguleikar þeirra sem lands, undir stjórn Kim Jong Un,“ skrifaði Trump fyrr í mánuðinum á Twitter-síðu sinni. Hann sagði leiðtogann hafa góða og fallega sýn fyrir land sitt sem gæti aðeins orðið að veruleika með hjálp Bandaríkjanna undir sinni stjórn. „Hann mun gera það rétta því hann er of klár til þess að gera það ekki, og hann vill ekki bregðast vini sínum, forseta Trump!“....Chariman Kim has a great and beautiful vision for his country, and only the United States, with me as President, can make that vision come true. He will do the right thing because he is far too smart not to, and he does not want to disappoint his friend, President Trump! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41 Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45 Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Suðurkóreski herinn segir Norður-Kóreu hafa skotið tveimur óþekktum flugskeytum út á haf frá austurströnd landsins í kvöld, nærri borginni Hamhung. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu fylgist herinn náið með aðstæðum og er í viðbragðsstöðu vegna skeytanna. Ekkert lát virðist vera á vopnaprófunum norðurins en í síðustu viku var sambærilegum flugskeytum skotið upp í þrígang. Aðeins fjórir dagar eru liðnir frá síðasta skoti sem líklegt þykir að um hafi verið að ræða tvær stuttdrægar skotflaugar. Talið er að vopnaæfingarnar séu mótsvar yfirvalda í Norður-Kóreu við fyrirhuguðum hernaðaræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem haldnar eru á ári hverju. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu staðfesti á mánudag að æfingarnar væru hafnar. Yfirvöld í Pyongyang hafa lýst yfir óánægju sinni með hernaðaræfingarnar og sögðu í yfirlýsingu að fyrri flugskeyti hafi verið til þess fallin að vara nágrannaríkið við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróunum.Sjá einnig: Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Aðeins þrír dagar eru liðnir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist hafa fengið annan „mjög fallegt bréf“ frá leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un. Þann 30. júní síðastliðinn sammældust leiðtogarnir um að endurvekja kjarnorkuafvopnunarviðræður sínar á leiðtogafundi sínum. Trump sjálfur þvertók fyrir á blaðamannafundi í gær að Norður-Kórea væri að prófa sig áfram með kjarnorkuvopn. Flugskeytin væru öll stuttdræg en hann væri þó ekki sáttur við vopnaprófanir Norður-Kóreu en þær brytu ekki í bága við fyrra samkomulag þeirra frá leiðtogafundi í Singapúr. „Foringi Kim vill ekki bregðast mér með því að bregðast trausti mínu, það er of mikið í húfi fyrir Norður-Kóreu – möguleikar þeirra sem lands, undir stjórn Kim Jong Un,“ skrifaði Trump fyrr í mánuðinum á Twitter-síðu sinni. Hann sagði leiðtogann hafa góða og fallega sýn fyrir land sitt sem gæti aðeins orðið að veruleika með hjálp Bandaríkjanna undir sinni stjórn. „Hann mun gera það rétta því hann er of klár til þess að gera það ekki, og hann vill ekki bregðast vini sínum, forseta Trump!“....Chariman Kim has a great and beautiful vision for his country, and only the United States, with me as President, can make that vision come true. He will do the right thing because he is far too smart not to, and he does not want to disappoint his friend, President Trump! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41 Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45 Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41
Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45
Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32