Lífið

Anna Mjöll gengin í það heilaga í þriðja sinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Anna Mjöll og Patrick Leonard.
Anna Mjöll og Patrick Leonard. Skjáskot/Instagram
Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir er gengin í hjónaband í þriðja sinn á ævinni. Eiginmaður hennar er bandarískur tónlistarmaður að nafni Patrick Leonard.

Árið 2011 gekk Anna Mjöll að eiga bílasala að nafni Cal Worthington. Hjónaband þeirra vakti mikla athygli en Worthington var 91 árs þegar þau gengu í það heilaga, á meðan Anna Mjöll var rétt rúmlega fertug. Það slitnaði þó fljótlega upp úr hjónabandinu og þau skildu árið í lok 2011.

Árið 2013 gekk Anna Mjöll síðan að eiga söngvarann Luca Ellis en þau skildu árið eftir.

Anna Mjöll birti í nótt færslu á Instagram, þar sem hún tilkynnti um hjónaband sitt og tónlistarmannsins bandaríska.



 
 
 
View this post on Instagram
Married! To the most wonderful man in the world, Patrick Leonard #patrickleonard

A post shared by Anna Mjöll (@annamjollofficial) on Aug 8, 2019 at 8:04pm PDT


Tengdar fréttir

Anna Mjöll að skilja

,,Við erum sennilega betri sem vinir en sem hjón," segir söngkonan.

Anna Mjöll sögð hafa sótt um skilnað frá Cal

Söngdívan Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Cal Worthington bílasala. Þetta er fullyrt á vefnum TMZ sem sérhæfir sig í fréttum af fræga og ríka fólkinu. Anna Mjöll og Cal giftu sig í apríl síðastliðnum. Anna Mjöll mun hafa sótt um meðlagsgreiðslur frá Cal, jafnvel þótt þau hafi ekki átt nein börn saman. Um fimmtíu ára aldursmunur er á hjónunum. Cal Worthington hefur auðgast verulega á bilasölum sínum en hann er þekktastur fyrir auglýsingar sem hann framleiddi sjálfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×