Snúa aftur til vinnu í skugga sprengjuárásar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 10:00 Starfsfólk dönsku Skattstofunnar var slegið yfir fréttum þriðjudagsins og sagðist upplifa öryggisleysi þegar það ætti til vinnu í morgun í fyrsta sinn síðan sprengjuárás var gerð á vinnustaðinn. Vísir/EPA Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16