Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2019 13:43 Vindbelgarfjall í Mývatnssveit skartar sínu fegursta í sumar. Vísir/Vilhelm Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. Dagskráin hófst með ríkisstjórnarfundi í morgun og á eftir situr ríkisstjórnin fund með fulltrúum þrettán sveitarfélaga á svæðinu. Einn þeirra er Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og gestgjafi fundarins. „Við erum mjög ánægð að þau velji Mývatnssveit til að heimsækja. Það verður gaman að taka á móti þeim og forvitinilegt að spjalla við þau í dag,“ segir Helgi. Efst á baugi í Skútustaðahreppi er möguleg sameining við Þingeyjarsveit. Ætlar Helgi að nota sinn tíma á fundinum til að ræða þau mál við ríkisstjórnina. „Okkar tími og púður fer í að skoða þau mál og vekja athygli á mikilvægi þess að ríkið styðji bæði faglega og fjárhagslega við sameiningarhugleiðingar sveitarfélaga.“ Þá ætlar Helgi líka að ræða samgöngumál, þar með talið skort á snjómokstri á Dettifossvegi sem staðið hefur ferðaþjónustuaðilum fyrir þrifum. „Þetta er þjóðhagslega mikilvægur ferðamannastaður og vandséð hvers vegna honum er ekki sinnt betur. Þarna er mjög góður nýlegur vegur að kraftmesta fossi í Evrópu, gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna. Ég myndi halda að við þyrftum að setja meiri áherslu í að sinna honum betur.“ Skútustaðahreppur Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. Dagskráin hófst með ríkisstjórnarfundi í morgun og á eftir situr ríkisstjórnin fund með fulltrúum þrettán sveitarfélaga á svæðinu. Einn þeirra er Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og gestgjafi fundarins. „Við erum mjög ánægð að þau velji Mývatnssveit til að heimsækja. Það verður gaman að taka á móti þeim og forvitinilegt að spjalla við þau í dag,“ segir Helgi. Efst á baugi í Skútustaðahreppi er möguleg sameining við Þingeyjarsveit. Ætlar Helgi að nota sinn tíma á fundinum til að ræða þau mál við ríkisstjórnina. „Okkar tími og púður fer í að skoða þau mál og vekja athygli á mikilvægi þess að ríkið styðji bæði faglega og fjárhagslega við sameiningarhugleiðingar sveitarfélaga.“ Þá ætlar Helgi líka að ræða samgöngumál, þar með talið skort á snjómokstri á Dettifossvegi sem staðið hefur ferðaþjónustuaðilum fyrir þrifum. „Þetta er þjóðhagslega mikilvægur ferðamannastaður og vandséð hvers vegna honum er ekki sinnt betur. Þarna er mjög góður nýlegur vegur að kraftmesta fossi í Evrópu, gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna. Ég myndi halda að við þyrftum að setja meiri áherslu í að sinna honum betur.“
Skútustaðahreppur Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira