Fjárfesti ekki í vinnslu jarðefnaeldsneytis Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. ágúst 2019 07:00 Jänschwalde-raforkuverið í Þýskalandi brennir kolum og losar 25 milljónir tonna af CO2 árlega. Nordicphotos/Getty „Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina. Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina.
Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira