Arnar: Þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2019 21:53 Arnar Gunnlaugsson. vísir/getty „Þau eru bara ömurleg, það er ógeðslegt að tapa fótboltaleikjum en við vorum ekki mættir fyrstu 60 mínúturnar. Sumir enn í Verslunarmannahelgargír. Einföldustu sendingar og allt sem við stöndum fyrir var ekki að gerast í kvöld, sérstaklega fyrsta klukkutímann,“ sagði svekktur Arnar Gunnlaugsson að loknu 2-1 tapi Víkings á Samsung vellinum í Garðabænum í Pepsi Max deild karla í kvöld. Arnar hélt áfram. „Vorum alltaf ógnandi en í hálfleik þurftum við ekki mikið til að vinna leikinn en við gáfum þeim tvö einföld mörk í byrjun seinni hálfleiks en eftir það áttum við bara leikinn með húð og hári. Það var bara ekki nóg því það var orðið of seint, við vorum bara lélegir í kvöld. „Þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn.“ Arnar játti því að mögulega var þjálfarateymi Víkinga of gott við leikmenn yfir Verslunarmannahelgina. „Mögulega. Við erum að fara í erfitt prógram þar sem við spilum 4-5 leiki á tveimur og hálfri viku þannig að við gáfum þeim tvo daga frí en hver og einn verður að hugsa um sjálfan sig. Þetta er ekkert flókið. Þú ert hálf-atvinnumaður, þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn svo auðvitað treystir maður leikmönnum til að standa sig og standa sína plik en menn voru bara sofandi fyrstu 60 mínúturnar. Þetta voru svo einfaldar sendingar, ég og þú gætum gert þessar sendingar í strigaskónum okkar. Það var engin ákefð og án þessara hluta vinnuru ekki fótboltaleik gegn liði eins og Stjörnunni.“ Að lokum var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson og innkomu hans í Víkings liðið en Óttar Magnús skoraði mark Víkinga í Garðabænum í kvöld. „Við höfum fengið marga af þessum ungu strákum til baka, misbugaðir á líkama og sál. Þetta eru náttúrulega vonir, draumar og væntingar sem hafa farið aðeins forgörðum í atvinnumennskunni og það er okkar hlutverk að byggja þá upp. Það tók Guðmund Andra [Tryggvason] nokkra leiki, Atla Hrafn [Andrason] nokkra leiki, Júlla [Júlíus Magnússon] nokkra leiki og það sama mun eiga við um Óttar en við sjáum strax gæðin.“ „Þessir strákar fóru í atvinnumennsku út af ástæðu, þeir eru betri en þeir leikmenn sem eru hér á Íslandi. Ekkert flóknara en það. Þannig þeir vita að þeir eru betri en maður veit aldrei hversu langan tíma það tekur að ná fyrri styrk aftur en vonandi fyrir okkur er það fyrr heldur en seinna,“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur R. 2-1 | Garðbæingar upp í 3. sætið Stjarnan er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum. 7. ágúst 2019 22:15 Heiðar: Við ætlum að lenda í topp þremur Heiðar Ægison var alsæll eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. 7. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Þau eru bara ömurleg, það er ógeðslegt að tapa fótboltaleikjum en við vorum ekki mættir fyrstu 60 mínúturnar. Sumir enn í Verslunarmannahelgargír. Einföldustu sendingar og allt sem við stöndum fyrir var ekki að gerast í kvöld, sérstaklega fyrsta klukkutímann,“ sagði svekktur Arnar Gunnlaugsson að loknu 2-1 tapi Víkings á Samsung vellinum í Garðabænum í Pepsi Max deild karla í kvöld. Arnar hélt áfram. „Vorum alltaf ógnandi en í hálfleik þurftum við ekki mikið til að vinna leikinn en við gáfum þeim tvö einföld mörk í byrjun seinni hálfleiks en eftir það áttum við bara leikinn með húð og hári. Það var bara ekki nóg því það var orðið of seint, við vorum bara lélegir í kvöld. „Þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn.“ Arnar játti því að mögulega var þjálfarateymi Víkinga of gott við leikmenn yfir Verslunarmannahelgina. „Mögulega. Við erum að fara í erfitt prógram þar sem við spilum 4-5 leiki á tveimur og hálfri viku þannig að við gáfum þeim tvo daga frí en hver og einn verður að hugsa um sjálfan sig. Þetta er ekkert flókið. Þú ert hálf-atvinnumaður, þú ert að fá greitt og þarft að hugsa um klúbbinn þinn svo auðvitað treystir maður leikmönnum til að standa sig og standa sína plik en menn voru bara sofandi fyrstu 60 mínúturnar. Þetta voru svo einfaldar sendingar, ég og þú gætum gert þessar sendingar í strigaskónum okkar. Það var engin ákefð og án þessara hluta vinnuru ekki fótboltaleik gegn liði eins og Stjörnunni.“ Að lokum var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson og innkomu hans í Víkings liðið en Óttar Magnús skoraði mark Víkinga í Garðabænum í kvöld. „Við höfum fengið marga af þessum ungu strákum til baka, misbugaðir á líkama og sál. Þetta eru náttúrulega vonir, draumar og væntingar sem hafa farið aðeins forgörðum í atvinnumennskunni og það er okkar hlutverk að byggja þá upp. Það tók Guðmund Andra [Tryggvason] nokkra leiki, Atla Hrafn [Andrason] nokkra leiki, Júlla [Júlíus Magnússon] nokkra leiki og það sama mun eiga við um Óttar en við sjáum strax gæðin.“ „Þessir strákar fóru í atvinnumennsku út af ástæðu, þeir eru betri en þeir leikmenn sem eru hér á Íslandi. Ekkert flóknara en það. Þannig þeir vita að þeir eru betri en maður veit aldrei hversu langan tíma það tekur að ná fyrri styrk aftur en vonandi fyrir okkur er það fyrr heldur en seinna,“ sagði Arnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur R. 2-1 | Garðbæingar upp í 3. sætið Stjarnan er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum. 7. ágúst 2019 22:15 Heiðar: Við ætlum að lenda í topp þremur Heiðar Ægison var alsæll eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. 7. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur R. 2-1 | Garðbæingar upp í 3. sætið Stjarnan er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum. 7. ágúst 2019 22:15
Heiðar: Við ætlum að lenda í topp þremur Heiðar Ægison var alsæll eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. 7. ágúst 2019 21:39