Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:30 Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira