Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:30 Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira