Nýjasti leikmaður Barcelona hótaði því einu sinni að brjóta báða fætur Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 14:00 Junior Firpo og Lionel Messi. Samsett/Getty Barcelona gekk á dögunum frá kaupunum á Junior Firpo frá Real Betis en strákurinn hefur slegið í gegn með bæði liði Betis og með spænska 21 árs landsliðinu. Junior Firpo er 22 ára vinstri bakvörður sem er fæddur á Dóminíska lýðveldinu en flutti til Spánar þegar hann var sex ára gamall. Eftir að fréttist af kaupum Barca á stráknum þá voru spænskir miðlar fljótir að rifja upp það sem Junior Firpo setti á Twitter þegar hann var miklu yngri. Junior Firpo er að ganga til liðs við Barcelona þar sem kóngurinn er Lionel Messi. Junior var aftur á móti ekki mjög hrifinn af Messi þegar strákurinn var enn á táningsaldri. Þegar Junior Firpo var fimmtán ára gamall þá tjáði hann sig villimannslega um Messi á Twitter. Spænska blaðið AS sagði frá því að hann hafi monntað sig af því á Twitter að geta fótbrotið Messi á báðum fótum með aðeins einu sparki. Hann sagðist líka vera alveg skítsama um það hvort Messi myndi meiðast og kallaði hann Tíkarson. „Ég vona að hann deyi og hætti að skora mörk,“ skrifaði Junior Firpo á Twitter.@JuniorFirpo03, en la hora del debut El nuevo lateral azulgrana se estrenará ante el Nápoles donde empezará a acoplarse a lo que le pide Valverde https://t.co/aIFDZgnqHp por @martinezferranpic.twitter.com/d3gKk2xiG6 — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 7, 2019 Junior Firpo hefur beðist afsökunar á færslum sínum og hann gat ekki kvartað yfir neinu þegar hann mætti fyrst í búningsklefann hjá Börsungum. Firpo skýrði mál sitt í viðtali við blaðamann Mundo Deportivo. „Ég sagði ljóta hluti um Messi á Twitter til að stríða honum. Þetta var bara barnaskapur,“ sagði Junior Firpo „Þetta er það sem ég skrifaði þegar var bara fimmtán ára gamall. Þá þekkir þig enginn og þú gerir þér ekki grein fyrir því að þetta gæti haft einhverjar afleiðingar í framtíðinni,“ sagði Junior Firpo. Nú sparar hann ekki hrósið þegar kemur að Lionel Messi. „Ég segi alltaf þegar fólk er að tala um Gullknöttinn (Ballon d'Or). Þeir eiga bara að láta Messi fá hann strax og búa síðan til önnur verðlaun sem hinir mannlegu geta keppt um,“ sagði Junior Firpo.BEHIND THE SCENES @JuniorFirpo03’s first day as a blaugrana pic.twitter.com/PVCL3atjPs — FC Barcelona (@FCBarcelona) August 4, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Barcelona gekk á dögunum frá kaupunum á Junior Firpo frá Real Betis en strákurinn hefur slegið í gegn með bæði liði Betis og með spænska 21 árs landsliðinu. Junior Firpo er 22 ára vinstri bakvörður sem er fæddur á Dóminíska lýðveldinu en flutti til Spánar þegar hann var sex ára gamall. Eftir að fréttist af kaupum Barca á stráknum þá voru spænskir miðlar fljótir að rifja upp það sem Junior Firpo setti á Twitter þegar hann var miklu yngri. Junior Firpo er að ganga til liðs við Barcelona þar sem kóngurinn er Lionel Messi. Junior var aftur á móti ekki mjög hrifinn af Messi þegar strákurinn var enn á táningsaldri. Þegar Junior Firpo var fimmtán ára gamall þá tjáði hann sig villimannslega um Messi á Twitter. Spænska blaðið AS sagði frá því að hann hafi monntað sig af því á Twitter að geta fótbrotið Messi á báðum fótum með aðeins einu sparki. Hann sagðist líka vera alveg skítsama um það hvort Messi myndi meiðast og kallaði hann Tíkarson. „Ég vona að hann deyi og hætti að skora mörk,“ skrifaði Junior Firpo á Twitter.@JuniorFirpo03, en la hora del debut El nuevo lateral azulgrana se estrenará ante el Nápoles donde empezará a acoplarse a lo que le pide Valverde https://t.co/aIFDZgnqHp por @martinezferranpic.twitter.com/d3gKk2xiG6 — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 7, 2019 Junior Firpo hefur beðist afsökunar á færslum sínum og hann gat ekki kvartað yfir neinu þegar hann mætti fyrst í búningsklefann hjá Börsungum. Firpo skýrði mál sitt í viðtali við blaðamann Mundo Deportivo. „Ég sagði ljóta hluti um Messi á Twitter til að stríða honum. Þetta var bara barnaskapur,“ sagði Junior Firpo „Þetta er það sem ég skrifaði þegar var bara fimmtán ára gamall. Þá þekkir þig enginn og þú gerir þér ekki grein fyrir því að þetta gæti haft einhverjar afleiðingar í framtíðinni,“ sagði Junior Firpo. Nú sparar hann ekki hrósið þegar kemur að Lionel Messi. „Ég segi alltaf þegar fólk er að tala um Gullknöttinn (Ballon d'Or). Þeir eiga bara að láta Messi fá hann strax og búa síðan til önnur verðlaun sem hinir mannlegu geta keppt um,“ sagði Junior Firpo.BEHIND THE SCENES @JuniorFirpo03’s first day as a blaugrana pic.twitter.com/PVCL3atjPs — FC Barcelona (@FCBarcelona) August 4, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira