Tvíeggjað sverð Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. ágúst 2019 07:30 Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ólöf Skaftadóttir WOW Air Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun