Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 12:49 Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna. Vísir/Friðrik Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. Kaupendum hafi verið settir afarkostir sem standist vart skoðun. Minnst þrettán hafa samþykkt að greiða hærra kaupverð.Greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að FEB hafi brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í nýrri blokk í Árskógum í Breiðholti um að meðaltali sex milljóna króna hærra verð fyrir íbúðirnar en kveðið er á um í kaupsamningi. Það sé gert til að bregðast við ófyrirséðum kostnaði umfram áætlun við framkvæmdir. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttalögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, er lögmaður eins kaupendanna. Hann segir umbjóðanda sinn og aðra kaupendur hafa verið boðaða á fund þar sem þeim hafi verið kynntar þrjár leiðir sem færar væru í stöðunni. „Í fyrsta lagi að kaupendur samþykki skilmálabreytinguna, það er að segja samþykki að kaupa hærra verð. Númer tvö að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Vilhjálmur, en bætir við að slíkt ferli geti bæði verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Í þriðja lagi sé sá valkostur sem kaupendum hafi verið kynntur sem feli í sér riftun á kaupsamningi.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.Segir FEB veita rangar upplýsingar „Það er eiginlega kannski það alvarlegasta í stöðunni, að á þessum fundum er félag eldri borgara að hóta því að þeir ætli að rifta kaupunum. Þarna erum við auðvitað með fólk sem að er örugglega í flestum tilfellum búið að selja sínar eigin fasteignir og vill eðli málsins samkvæmt þá ekki missa af þessari fasteign sem það er búið að kaupa og lenda á einhverskonar lausagöngu eða vergangi í einhvern tíma og vera þar af leiðandi sett í svo óþægilega aðstöðu,“ segir Vilhjálmur. „En staðan er sú að félag eldri borgara hefur engan rétt til þess að rifta kaupunum.“ Riftun sé veigamesta vanefndarúrræðið í viðskiptum og eini möguleiki félags eldri borgara til að rifta samningi væri í þeim tilfellum sem kaupandi myndi ekki greiða umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi. „Það að þeir séu að hóta riftun hræðir fólk og með þá hræðslu að vopni er fólk að samþykkja hærra kaupverð. Þessar upplýsingar sem koma á þessum fundum eru þar af leiðandi verulega villandi og bara beinlínis rangar,“ segir Vilhjálmur. „Í öllu falli þá eru þetta vafasöm vinnubrögð hjá félaginu.“ Í samtali við fréttastofu segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður FEB, að stjórn muni funda um málið í dag og enn standi yfir fundir með kaupendum. Fyrir hádegi í dag höfðu þrettán kaupendur þegar samþykkt að greiða hærra kaupverð. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. Kaupendum hafi verið settir afarkostir sem standist vart skoðun. Minnst þrettán hafa samþykkt að greiða hærra kaupverð.Greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að FEB hafi brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í nýrri blokk í Árskógum í Breiðholti um að meðaltali sex milljóna króna hærra verð fyrir íbúðirnar en kveðið er á um í kaupsamningi. Það sé gert til að bregðast við ófyrirséðum kostnaði umfram áætlun við framkvæmdir. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttalögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, er lögmaður eins kaupendanna. Hann segir umbjóðanda sinn og aðra kaupendur hafa verið boðaða á fund þar sem þeim hafi verið kynntar þrjár leiðir sem færar væru í stöðunni. „Í fyrsta lagi að kaupendur samþykki skilmálabreytinguna, það er að segja samþykki að kaupa hærra verð. Númer tvö að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Vilhjálmur, en bætir við að slíkt ferli geti bæði verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Í þriðja lagi sé sá valkostur sem kaupendum hafi verið kynntur sem feli í sér riftun á kaupsamningi.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.Segir FEB veita rangar upplýsingar „Það er eiginlega kannski það alvarlegasta í stöðunni, að á þessum fundum er félag eldri borgara að hóta því að þeir ætli að rifta kaupunum. Þarna erum við auðvitað með fólk sem að er örugglega í flestum tilfellum búið að selja sínar eigin fasteignir og vill eðli málsins samkvæmt þá ekki missa af þessari fasteign sem það er búið að kaupa og lenda á einhverskonar lausagöngu eða vergangi í einhvern tíma og vera þar af leiðandi sett í svo óþægilega aðstöðu,“ segir Vilhjálmur. „En staðan er sú að félag eldri borgara hefur engan rétt til þess að rifta kaupunum.“ Riftun sé veigamesta vanefndarúrræðið í viðskiptum og eini möguleiki félags eldri borgara til að rifta samningi væri í þeim tilfellum sem kaupandi myndi ekki greiða umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi. „Það að þeir séu að hóta riftun hræðir fólk og með þá hræðslu að vopni er fólk að samþykkja hærra kaupverð. Þessar upplýsingar sem koma á þessum fundum eru þar af leiðandi verulega villandi og bara beinlínis rangar,“ segir Vilhjálmur. „Í öllu falli þá eru þetta vafasöm vinnubrögð hjá félaginu.“ Í samtali við fréttastofu segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður FEB, að stjórn muni funda um málið í dag og enn standi yfir fundir með kaupendum. Fyrir hádegi í dag höfðu þrettán kaupendur þegar samþykkt að greiða hærra kaupverð.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01