25 höfuðkúpum Sama verður skilað Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. ágúst 2019 07:00 Samar máttu lengi þola mismunun í Svíþjóð. Nordicphotos/Getty Höfuðkúpum 25 Sama verður skilað til Norður-Svíþjóðar, þar sem þær voru grafnar upp fyrir um 70 árum. Kúpurnar voru rannsakaðar á grundvelli kynþáttahyggju. Höfuðkúpurnar voru grafnar upp í bænum Lycksele á sjötta áratugnum og fluttar á Sögusafnið í Stokkhólmi. Þar voru þær rannsakaðar en hafa síðan legið óhreyfðar í geymslu. Þann 9. ágúst verða þær fluttar norður og grafnar að nýju með viðhöfn. Framan af 20. öldinni máttu Samar í Svíþjóð þola mismunun og aðskilnað, til dæmis í skólakerfinu. Þá stundaði sænska kirkjan ágengt trúboð í landi Sama. Mikil vitundarvakning hefur orðið í málefnum Sama síðan. Svíþjóðardemókratar hafa þó barist gegn réttindum þjóðarbrotsins. Mannfræðingar á 19. og 20. öld grófu upp höfuðkúpur og gerðu rannsóknir á þeim sem í dag myndu teljast ansi vafasamar en reynt var að leggja mat á gáfnafar Sama út frá stærð og lögun kúpunnar. Í Uppsölum var rekin kynþáttarannsóknarstofa fram á sjötta áratuginn. Samíska þingið í Svíþjóð hefur barist fyrir því í tólf ár að höfuðkúpunum sé skilað svo að hægt verði að grafa þær á ný. Er þetta því fyrsta skrefið í átt til sátta en á tíu önnur sænsk söfn eiga samískar höfuðkúpur í safnkosti sínum. Í framhaldinu mun Þjóðminjaráð Svíþjóðar skila skýrslu um hvernig tekið skuli á líkamsleifum manna í opinberum söfnum. Birtist í Fréttablaðinu Norðurslóðir Svíþjóð Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Höfuðkúpum 25 Sama verður skilað til Norður-Svíþjóðar, þar sem þær voru grafnar upp fyrir um 70 árum. Kúpurnar voru rannsakaðar á grundvelli kynþáttahyggju. Höfuðkúpurnar voru grafnar upp í bænum Lycksele á sjötta áratugnum og fluttar á Sögusafnið í Stokkhólmi. Þar voru þær rannsakaðar en hafa síðan legið óhreyfðar í geymslu. Þann 9. ágúst verða þær fluttar norður og grafnar að nýju með viðhöfn. Framan af 20. öldinni máttu Samar í Svíþjóð þola mismunun og aðskilnað, til dæmis í skólakerfinu. Þá stundaði sænska kirkjan ágengt trúboð í landi Sama. Mikil vitundarvakning hefur orðið í málefnum Sama síðan. Svíþjóðardemókratar hafa þó barist gegn réttindum þjóðarbrotsins. Mannfræðingar á 19. og 20. öld grófu upp höfuðkúpur og gerðu rannsóknir á þeim sem í dag myndu teljast ansi vafasamar en reynt var að leggja mat á gáfnafar Sama út frá stærð og lögun kúpunnar. Í Uppsölum var rekin kynþáttarannsóknarstofa fram á sjötta áratuginn. Samíska þingið í Svíþjóð hefur barist fyrir því í tólf ár að höfuðkúpunum sé skilað svo að hægt verði að grafa þær á ný. Er þetta því fyrsta skrefið í átt til sátta en á tíu önnur sænsk söfn eiga samískar höfuðkúpur í safnkosti sínum. Í framhaldinu mun Þjóðminjaráð Svíþjóðar skila skýrslu um hvernig tekið skuli á líkamsleifum manna í opinberum söfnum.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurslóðir Svíþjóð Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira