Richard kann íslensku og 50 önnur tungumál Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. ágúst 2019 06:30 Richard Simcott leggur nú stund á japönsku. Fréttablaðið/Ernir „Ég lærði íslensku á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir sex árum en hef ekki talað hana lengi og því þurfti ég að rifja tungumálið upp,“ segir Richard Simcott. Að sögn Richards tók það hann einungis um viku að geta spjallað við fólk. Framburður hans heyrist vera ekki ósvipaður og hjá útlendingum sem búið hafa um talsvert skeið hérlendis. Richard segist skilja íslensku betur en hann tali hana. Þá getur hann einnig skrifað á íslensku. „Ég lærði sænsku fyrst og þess vegna var þetta ekki mjög erfitt,“ segir hann. „Ég talaði samt betri íslensku áður.“ Vanalega getur Richard lært nýtt tungumál frá grunni á þremur mánuðum en það getur farið niður í einn mánuð ef hann kann fyrir svipað tungumál. Richard, sem er breskur, er nýkominn frá Makedóníu en þaðan er eiginkona hans. Eiga þau saman unga dóttur sem einnig hefur lært mörg tungumál. „Ég og konan mín tölum saman á makedónsku. Við dóttur mína tala ég frönsku, þýsku, spænsku og ensku,“ segir Richard. Hann starfar hjá fyrirtækinu The Social Element sem sér um samfélagsmiðlaherferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tungumálakunnátta hans hefur nýst honum vel á því sviði. Richard lærir tungumál eins og flestir aðrir, með námskeiðum og endurteknum æfingum. „Besta leiðin til að læra er samt að tala við fólk. Ef ég tala ekki tungumálið getur kunnáttan tapast niður,“ segir hann. Fimm ára lærði Richard frönsku og skömmu síðar velsku, en hann ólst upp við mörk Englands og Wales. „Það næsta sem ég lærði var spænska og í háskóla lærði ég finnsku, portúgölsku og ítölsku.“ Síðan bættust tungumálin við hvert af öðru. „Alls hef ég lært meira en 50 tungumál og ég get núna talað 25,“ segir Richard. Má þar til dæmis nefna albönsku, kínversku, tyrknesku og esperanto. Núna leggur Richard stund á japönsku og er á leið til borgarinnar Fukuoka í október. Þar mun hann stýra margtyngis (polyglot) ráðstefnu í sjöunda skipti. Árið 2017 var ráðstefnan haldin í Hörpu í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Ég lærði íslensku á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir sex árum en hef ekki talað hana lengi og því þurfti ég að rifja tungumálið upp,“ segir Richard Simcott. Að sögn Richards tók það hann einungis um viku að geta spjallað við fólk. Framburður hans heyrist vera ekki ósvipaður og hjá útlendingum sem búið hafa um talsvert skeið hérlendis. Richard segist skilja íslensku betur en hann tali hana. Þá getur hann einnig skrifað á íslensku. „Ég lærði sænsku fyrst og þess vegna var þetta ekki mjög erfitt,“ segir hann. „Ég talaði samt betri íslensku áður.“ Vanalega getur Richard lært nýtt tungumál frá grunni á þremur mánuðum en það getur farið niður í einn mánuð ef hann kann fyrir svipað tungumál. Richard, sem er breskur, er nýkominn frá Makedóníu en þaðan er eiginkona hans. Eiga þau saman unga dóttur sem einnig hefur lært mörg tungumál. „Ég og konan mín tölum saman á makedónsku. Við dóttur mína tala ég frönsku, þýsku, spænsku og ensku,“ segir Richard. Hann starfar hjá fyrirtækinu The Social Element sem sér um samfélagsmiðlaherferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tungumálakunnátta hans hefur nýst honum vel á því sviði. Richard lærir tungumál eins og flestir aðrir, með námskeiðum og endurteknum æfingum. „Besta leiðin til að læra er samt að tala við fólk. Ef ég tala ekki tungumálið getur kunnáttan tapast niður,“ segir hann. Fimm ára lærði Richard frönsku og skömmu síðar velsku, en hann ólst upp við mörk Englands og Wales. „Það næsta sem ég lærði var spænska og í háskóla lærði ég finnsku, portúgölsku og ítölsku.“ Síðan bættust tungumálin við hvert af öðru. „Alls hef ég lært meira en 50 tungumál og ég get núna talað 25,“ segir Richard. Má þar til dæmis nefna albönsku, kínversku, tyrknesku og esperanto. Núna leggur Richard stund á japönsku og er á leið til borgarinnar Fukuoka í október. Þar mun hann stýra margtyngis (polyglot) ráðstefnu í sjöunda skipti. Árið 2017 var ráðstefnan haldin í Hörpu í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira