Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 17:25 Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum Slysavarnarfélagið Landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira