Þrír voru fluttir á Landspítalann eftir harðan árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi skammt austan við Rauðhóla í hádeginu í dag. Einn var fluttur með alvarlega áverka en hinir tveir eru minna slasaðir.
Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt er slysið varð en lögreglu barst tilkynning um það klukkan 12.44. Suðurlandsvegi var lokað í um tvo tíma á meðan unnið var á vettvangi en umferð var beint um Suðurstrandarveg, Bláfjallaveg eða Hafravatnsveg.
Þá myndaðist töluvert umferðaröngþveitieftir að ökumenn fóru um veg sunnan við fangelsið á Hólmsheiði sem reyndist vera lokaður.
Búið er að opna fyrir alla umferð um Suðurlandsveg eftir slysið en lögregla biður ökumenn um að sýna þolinmæði, búast megi við töfum og hægri umferð þegar komið er til borgarinnar enda margir á heimleið eftir verslunarmannahelgina.
Alvarlega slasaður eftir áreksturinn á Suðurlandsvegi

Tengdar fréttir

Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur á Suðurlandsvegi
Umferð hefur verið lokað um Suðurlandsveg vegna áreksturs.