Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2019 21:00 Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air var alls fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var það meðal annars vegna þess flugfélagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grundu. Kröfulýsingafresturinn rennur svo út á miðnætti, aðfaranótt 4. ágúst. Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda. Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur. Samanlagt gera þetta um 870 forgangskröfur upp á rúmlega 3,5 milljarða króna.Þá eru ótaldar aðrar kröfur í búið en þrotabúum ber fyrst að greiða skiptakostnað, búskröfur, þá veðkröfur og forgangskröfur eins og laun. Þar á eftir koma almennar kröfur, en ljóst er að þær munu hlaupa á tugum milljarða króna hið minnsta. Þannig hafa skuldabréfaeigendur lýst 10 milljarða kröfu og þá lagði Umhverfisstofnun næstum 3,8 milljarða króna stjórnvaldssekt á búið í júlíbyrjun fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin sjái fram á mikið álag í haust við að yfirfara launakröfur í þrotabúið. Séu þær samþykktar greiðir Ábyrgðasjóður launa starfsmönnum og þá eignast sjóðurinn kröfu á þrotabúið á móti. Skiptastjórar þrotabúsins báðust undan viðtali í dag en annar þeirra, Þorsteinn Einarsson, sagði í samtali við fréttastofu að mikil vinna væri fram undan. Þúsundir krafna hafi borist í búið og allt kapp lagt á að undirbúa skiptafund, sem fram fer þann 16. ágúst næstkomandi á Hilton hóteli í Reykjavík. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45 Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air var alls fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var það meðal annars vegna þess flugfélagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grundu. Kröfulýsingafresturinn rennur svo út á miðnætti, aðfaranótt 4. ágúst. Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda. Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur. Samanlagt gera þetta um 870 forgangskröfur upp á rúmlega 3,5 milljarða króna.Þá eru ótaldar aðrar kröfur í búið en þrotabúum ber fyrst að greiða skiptakostnað, búskröfur, þá veðkröfur og forgangskröfur eins og laun. Þar á eftir koma almennar kröfur, en ljóst er að þær munu hlaupa á tugum milljarða króna hið minnsta. Þannig hafa skuldabréfaeigendur lýst 10 milljarða kröfu og þá lagði Umhverfisstofnun næstum 3,8 milljarða króna stjórnvaldssekt á búið í júlíbyrjun fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin sjái fram á mikið álag í haust við að yfirfara launakröfur í þrotabúið. Séu þær samþykktar greiðir Ábyrgðasjóður launa starfsmönnum og þá eignast sjóðurinn kröfu á þrotabúið á móti. Skiptastjórar þrotabúsins báðust undan viðtali í dag en annar þeirra, Þorsteinn Einarsson, sagði í samtali við fréttastofu að mikil vinna væri fram undan. Þúsundir krafna hafi borist í búið og allt kapp lagt á að undirbúa skiptafund, sem fram fer þann 16. ágúst næstkomandi á Hilton hóteli í Reykjavík.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45 Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45
Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24