Garðar að öllum líkindum hættur í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2019 18:07 Garðar í leik með ÍA. Hann er þriðja markahæstur í sögu félagsins. vísir/ernir Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT
Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Sjá meira