Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 12:47 Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ á setningu mótsins í gær. UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára. Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára.
Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira