Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 11:11 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira