Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 17:57 Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Anton Brink/Vilhelm/Samsett Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00
Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00
Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00