Epstein sagður hafa viljað kynbæta mannkynið með frjóvgunarmiðstöð á búgarði sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 11:26 Jeffrey Epstein sést hér til vinstri á mynd. Til hægri má sjá gervihnattarmynd af búgarði hans í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Mynd/Samsett Jeffrey Epstein, bandaríski auðkýfingurinn sem ákærður er fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, átti sér þann draum einna heitastan að „kynbæta mannkynið“ með því að geta börn með fjölda kvenna á búgarði sínum í Nýju Mexíkó. Þetta hefur bandaríska dagblaðið New York Times eftir fjórum heimildarmönnum. Í frétt blaðsins er greint frá því að Epstein hafi í gegnum árin leitað til vísindamanna og kynnt fyrir þeim hugmyndir sínar. Ekkert bendi þó til þess að honum hafi tekist ætlunarverk sitt. Hugmyndirnar „langsóttar og truflandi“ Þessar hugmyndir Epsteins eru sagðar eiga upptök sín í áhuga hans á svokölluðum „transhúmanisma“, stefnu sem byggð er á arfbótastefnu (e. eugenics) fyrri alda. Hugmyndirnar byggja á því að „kynbæta“ mannkynið með hjálp nútímavísinda, t.d. erfðatækni og gervigreind. Vísindasamfélag nútímans hefur almennt hafnað slíkum hugmyndum. Heimildarmennirnir, sem NYT segir nafntogaða vísindamenn og ráðgjafa hjá stórfyrirtækjum, segja Epstein hafa leitað ítrekað til sín með hugmyndir í anda arfbótastefnunnar í gegnum árin, fyrst skömmu eftir aldamót. Heimildarmennirnir lýsa því allir að þeim hafi þótt tillögur Epsteins „truflandi“ og „langsóttar“. Vildi „frjóvga“ allt að 20 konur í einu Epstein hafi haft uppi áætlanir um að nota glæsibúgarð sinn í Nýju-Mexíkó sem nokkurs konar frjóvgunarmiðstöð, þar sem konur yrðu „frjóvgaðar“ með sæði hans og þær myndu svo fæða honum börn. Þessar hugmyndir Epsteins hafi jafnframt farið nokkuð hátt í kreðsum vísinda- og viðskiptamanna í New York. Þá kveðst Jaron Lanier, rithöfundur og frumkvöðull í sýndarveruleikatækni, einnig hafa heyrt af þessum áætlunum. Hann hafi eitt sinn rætt við vísindamann í kvöldverðarboði sem haldið var í íbúð Epsteins á Manhattan og sá hafi sagt honum að markmið Epsteins væri að „frjóvga“ allt að tuttugu konur í einu á búgarðinum. Lanier segist jafnframt hafa haft það á tilfinningunni að Epstein byði í matarboð á heimili sínu til taka þar út vænlegar konur til að bera börn sín. Konurnar í þessum samkvæmum hafi jafnan verið „aðlaðandi“ og vel menntaðar.Epstein er einnig þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeMeð ítök í vísindasamfélaginu Þá hafi Epstein, sem er sagður hafa haft einstakt lag á að vingast við málsmetandi vísindamenn, gjarnan boðist til að fjármagna „jaðarrannsóknir“, sem annars höfðu ekki hlotið hljómgrunn innan vísindasamfélagsins. NYT hefur eftir Steven Pinker, sálfræðingi við Harvard-háskóla, að Epstein hafi eitt sinn á fundi í háskólanum sett sig upp á móti hugmyndum um bætt aðgengi fátækra að mat og heilsugæslu. Epstein hafi borið því fyrir sig að slíkt myndi stuðla að „offjölgun“ mannkyns. Epstein hefur verið sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum í New York og á Flórída á árunum 2002 til 2005. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann eigi að hafa komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér og misnota tugi stúlkna undir lögaldri kynferðislega“. Epstein er einnig þekktur fyrir vinskap sinn við valdamikla menn á borð við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta. Fyrr í mánuðinum var greint frá myndbandi frá árinu 1992 þar sem Epstein og Trump virða fyrir sér ungar konur í samkvæmi. Epstein neitar sök en hann hefur verið í haldi lögreglu í New York síðan í byrjun júlí. Í síðustu viku var greint frá því að Epstein hefði fundist „hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa sínum með áverka á hálsi. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Heimildarmynd um Epstein í bígerð Sjónvarpsstöðin Lifetime hefur tilkynnt að ráðist verði í gerð heimildarmyndar um bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. 24. júlí 2019 10:23 Epstein fannst „hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa Auðkýfingurinn Jeffrey Epstein, sem m.a. er ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst "hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa sínum í New York í gær. 25. júlí 2019 07:48 Epstein verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu Jeffrey Epstein hefur verið neitað um að losna úr haldi gegn tryggingu en hann bíður nú eftir að réttarhöld hefjist yfir honum vegna ákæra um mansal á tugum stúlka sem hann misnotaði auk fleiri brota. 18. júlí 2019 17:30 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Jeffrey Epstein, bandaríski auðkýfingurinn sem ákærður er fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, átti sér þann draum einna heitastan að „kynbæta mannkynið“ með því að geta börn með fjölda kvenna á búgarði sínum í Nýju Mexíkó. Þetta hefur bandaríska dagblaðið New York Times eftir fjórum heimildarmönnum. Í frétt blaðsins er greint frá því að Epstein hafi í gegnum árin leitað til vísindamanna og kynnt fyrir þeim hugmyndir sínar. Ekkert bendi þó til þess að honum hafi tekist ætlunarverk sitt. Hugmyndirnar „langsóttar og truflandi“ Þessar hugmyndir Epsteins eru sagðar eiga upptök sín í áhuga hans á svokölluðum „transhúmanisma“, stefnu sem byggð er á arfbótastefnu (e. eugenics) fyrri alda. Hugmyndirnar byggja á því að „kynbæta“ mannkynið með hjálp nútímavísinda, t.d. erfðatækni og gervigreind. Vísindasamfélag nútímans hefur almennt hafnað slíkum hugmyndum. Heimildarmennirnir, sem NYT segir nafntogaða vísindamenn og ráðgjafa hjá stórfyrirtækjum, segja Epstein hafa leitað ítrekað til sín með hugmyndir í anda arfbótastefnunnar í gegnum árin, fyrst skömmu eftir aldamót. Heimildarmennirnir lýsa því allir að þeim hafi þótt tillögur Epsteins „truflandi“ og „langsóttar“. Vildi „frjóvga“ allt að 20 konur í einu Epstein hafi haft uppi áætlanir um að nota glæsibúgarð sinn í Nýju-Mexíkó sem nokkurs konar frjóvgunarmiðstöð, þar sem konur yrðu „frjóvgaðar“ með sæði hans og þær myndu svo fæða honum börn. Þessar hugmyndir Epsteins hafi jafnframt farið nokkuð hátt í kreðsum vísinda- og viðskiptamanna í New York. Þá kveðst Jaron Lanier, rithöfundur og frumkvöðull í sýndarveruleikatækni, einnig hafa heyrt af þessum áætlunum. Hann hafi eitt sinn rætt við vísindamann í kvöldverðarboði sem haldið var í íbúð Epsteins á Manhattan og sá hafi sagt honum að markmið Epsteins væri að „frjóvga“ allt að tuttugu konur í einu á búgarðinum. Lanier segist jafnframt hafa haft það á tilfinningunni að Epstein byði í matarboð á heimili sínu til taka þar út vænlegar konur til að bera börn sín. Konurnar í þessum samkvæmum hafi jafnan verið „aðlaðandi“ og vel menntaðar.Epstein er einnig þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeMeð ítök í vísindasamfélaginu Þá hafi Epstein, sem er sagður hafa haft einstakt lag á að vingast við málsmetandi vísindamenn, gjarnan boðist til að fjármagna „jaðarrannsóknir“, sem annars höfðu ekki hlotið hljómgrunn innan vísindasamfélagsins. NYT hefur eftir Steven Pinker, sálfræðingi við Harvard-háskóla, að Epstein hafi eitt sinn á fundi í háskólanum sett sig upp á móti hugmyndum um bætt aðgengi fátækra að mat og heilsugæslu. Epstein hafi borið því fyrir sig að slíkt myndi stuðla að „offjölgun“ mannkyns. Epstein hefur verið sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum í New York og á Flórída á árunum 2002 til 2005. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann eigi að hafa komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér og misnota tugi stúlkna undir lögaldri kynferðislega“. Epstein er einnig þekktur fyrir vinskap sinn við valdamikla menn á borð við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta. Fyrr í mánuðinum var greint frá myndbandi frá árinu 1992 þar sem Epstein og Trump virða fyrir sér ungar konur í samkvæmi. Epstein neitar sök en hann hefur verið í haldi lögreglu í New York síðan í byrjun júlí. Í síðustu viku var greint frá því að Epstein hefði fundist „hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa sínum með áverka á hálsi.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Heimildarmynd um Epstein í bígerð Sjónvarpsstöðin Lifetime hefur tilkynnt að ráðist verði í gerð heimildarmyndar um bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. 24. júlí 2019 10:23 Epstein fannst „hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa Auðkýfingurinn Jeffrey Epstein, sem m.a. er ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst "hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa sínum í New York í gær. 25. júlí 2019 07:48 Epstein verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu Jeffrey Epstein hefur verið neitað um að losna úr haldi gegn tryggingu en hann bíður nú eftir að réttarhöld hefjist yfir honum vegna ákæra um mansal á tugum stúlka sem hann misnotaði auk fleiri brota. 18. júlí 2019 17:30 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Heimildarmynd um Epstein í bígerð Sjónvarpsstöðin Lifetime hefur tilkynnt að ráðist verði í gerð heimildarmyndar um bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. 24. júlí 2019 10:23
Epstein fannst „hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa Auðkýfingurinn Jeffrey Epstein, sem m.a. er ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst "hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa sínum í New York í gær. 25. júlí 2019 07:48
Epstein verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu Jeffrey Epstein hefur verið neitað um að losna úr haldi gegn tryggingu en hann bíður nú eftir að réttarhöld hefjist yfir honum vegna ákæra um mansal á tugum stúlka sem hann misnotaði auk fleiri brota. 18. júlí 2019 17:30