Banatilræði við íslenska sauðfjárbændur – 2 ára gamalt kjöt flutt eins langt og hægt er Ásta F. Flosadóttir skrifar 1. ágúst 2019 11:19 Eitthvað hafa kaupmenn lítið borgað fyrir þetta. En það er á hreinu hverjir fá að borga; neytendur munu greiða þetta dýru verði og við öll á endanum því þetta er ekkert annað en banatilræði við íslenska sauðfjárbændur. 2 ára gamalt kjöt, flutt eins langt að og hægt er með tilheyrandi kolefnisfótspori. Korter í að sláturtíð hefjist og enn nóg til af hryggjum í landinu. Fíflagangurinn er orðin alveg yfirgengilegur. Forsmekkurinn af því sem koma skal þegar blautir draumar Félags stórkaupmanna (úlfurinn í þeirri sauðagæru sem kallað er „Samtök atvinnurekenda“) rætast. Þeir strjúka á sér belginn og hlakka yfir framtíðinni, framtíð fullri af hræódýrri, eldgamalli landbúnaðarvöru, fluttri inn í skjóli ístöðulausra pólitíkusa og seld almenningi í landinu dýrum dómum. Þá aldeilis verður hægt að græða á daginn og grilla rusl á kvöldin. En sauðfjárbændum er ekki hlátur í hug. Það er engum skemmt að horfa á lífstarf sitt og afkomu tætta niður til að púkarnir á verslunarfjósbitunum geti fitað sig enn frekar, allt á kostnað sauðfjárbænda, neytenda og landsbyggðanna. Nú reynir á Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra að gefa ekki eftir þá litlu tollvernd sem við þó eigum til. Og þið sláturleyfishafar; fyrir löngu síðan ættum við bændur að vera búin að lóga ykkur eins og hverri annarri vanþrifakind. Byggja upp úr rústunum sölusamtök sauðfjárbænda. Sölusamtök sauðfjárbænda með MS sem fyrirmynd. Það er komin tími til að við náum vopnum okkar og brjótumst undan ægivaldi verslunarinnar, ægivaldi sem er engum til hagsbóta og neytendum hvað síst. Kveðja úr heyskapnum, hér er verið að leggja drög að lambakjötsframleiðslu ársins 2020, við vinnum langa vinnudaga í góðu sumarveðri, öflum góðra heyja svo fólkið í landinu geti grillað gott kjöt í góðu veðri næsta sumar. Veljum íslenskt og leyfum Andrési og félögum að sitja einum að tveggja ára gömlu hryggjunum sínum. Verði þeim að vondu.Höfundur er sauðfjárbóndi á Höfða I. Pistillinn birtist fyrst á 641.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Eitthvað hafa kaupmenn lítið borgað fyrir þetta. En það er á hreinu hverjir fá að borga; neytendur munu greiða þetta dýru verði og við öll á endanum því þetta er ekkert annað en banatilræði við íslenska sauðfjárbændur. 2 ára gamalt kjöt, flutt eins langt að og hægt er með tilheyrandi kolefnisfótspori. Korter í að sláturtíð hefjist og enn nóg til af hryggjum í landinu. Fíflagangurinn er orðin alveg yfirgengilegur. Forsmekkurinn af því sem koma skal þegar blautir draumar Félags stórkaupmanna (úlfurinn í þeirri sauðagæru sem kallað er „Samtök atvinnurekenda“) rætast. Þeir strjúka á sér belginn og hlakka yfir framtíðinni, framtíð fullri af hræódýrri, eldgamalli landbúnaðarvöru, fluttri inn í skjóli ístöðulausra pólitíkusa og seld almenningi í landinu dýrum dómum. Þá aldeilis verður hægt að græða á daginn og grilla rusl á kvöldin. En sauðfjárbændum er ekki hlátur í hug. Það er engum skemmt að horfa á lífstarf sitt og afkomu tætta niður til að púkarnir á verslunarfjósbitunum geti fitað sig enn frekar, allt á kostnað sauðfjárbænda, neytenda og landsbyggðanna. Nú reynir á Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra að gefa ekki eftir þá litlu tollvernd sem við þó eigum til. Og þið sláturleyfishafar; fyrir löngu síðan ættum við bændur að vera búin að lóga ykkur eins og hverri annarri vanþrifakind. Byggja upp úr rústunum sölusamtök sauðfjárbænda. Sölusamtök sauðfjárbænda með MS sem fyrirmynd. Það er komin tími til að við náum vopnum okkar og brjótumst undan ægivaldi verslunarinnar, ægivaldi sem er engum til hagsbóta og neytendum hvað síst. Kveðja úr heyskapnum, hér er verið að leggja drög að lambakjötsframleiðslu ársins 2020, við vinnum langa vinnudaga í góðu sumarveðri, öflum góðra heyja svo fólkið í landinu geti grillað gott kjöt í góðu veðri næsta sumar. Veljum íslenskt og leyfum Andrési og félögum að sitja einum að tveggja ára gömlu hryggjunum sínum. Verði þeim að vondu.Höfundur er sauðfjárbóndi á Höfða I. Pistillinn birtist fyrst á 641.is
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun