Norsk kona látin eftir að hafa orðið fyrir eldingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 11:16 epa/MASSIMO PERCOSSI Norsk kona lést á laugardag þegar hún varð fyrir eldingu á meðan hún hljóp í ítölsku ofur maraþoni. Skipuleggjendur hlaupsins staðfestu þetta á samfélagsmiðlum. Atvikið átti sér stað þegar stormur reið yfir á meðan 120 kílómetra Südtirol Ultra Skyrace hlaupið, sem var nú haldið í sjöunda skipti, stóð yfir í Bolzano á Ítalíu. Hlaupið er yfir Dolomite fjöllin, samkvæmt Runners World. Í Facebook færslu skrifa skipuleggjendur hlaupsins að konan, sem var 44 ára gömul, hafi orðið fyrir eldingu klukkan korter yfir sjö, eftir hádegi, að staðartíma, nærri Lago di San Pancrazio vatninu á Ítalíu. Konan hefur enn ekki verið nafngreind. Hlaupinu hafði verið aflýst þrjátíu mínútum en slysið varð vegna veðurs og voru skipuleggjendur að stöðva keppendur við hjálpar stöðvar sem voru staðsettar við hlaupaleiðina. Konan var enn ekki komin að annarri hjálparstöð og hafði því ekki verið látin vita af aflýsingunni. „Um þrjátíu mínútum áður en slysið átti sér stað var keppnin stöðvuð vegna veðurs og héldu hlaupararnir fyrir í Antran, Rifugio Punta Cervina og Rifugio Kesselberg,“ stóð í tilkynningu Südtirol Ultra Skyrace á Facebook síðu þess. „Sumir íþróttamannanna voru á leiðinni á milli þessara stöðva og ekki var hægt að ná til þeirra. Meðal þeirra var norski hlauparinn,“ var bætt við. „Hlauparar sem urðu vitni að atvikinu hringdu í neyðarþjónustu. Flogið var með konuna í þyrlu í nærliggjandi sjúkrahús en hún lifði ekki af. „Eftir að hafa hlotið fyrstu hjálp var flogið með slasaða íþróttamanninn til sjúkrahúss í Bolzano í sjúkraþyrlunni Pelikan I, þar sem hún lést af sárum sínum,“ útskýrði Südtirol Ultra Skyrace í færslu sinni. Þeir sem lifa eldingu af fá í mörgum tilvikum hjartaáfall, alvarlega bruna, heyrnarleysi og taugaskaða sem getur leitt til persónuleikabreytinga, skapsveifla og minnisleysis. Ítalía Noregur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Norsk kona lést á laugardag þegar hún varð fyrir eldingu á meðan hún hljóp í ítölsku ofur maraþoni. Skipuleggjendur hlaupsins staðfestu þetta á samfélagsmiðlum. Atvikið átti sér stað þegar stormur reið yfir á meðan 120 kílómetra Südtirol Ultra Skyrace hlaupið, sem var nú haldið í sjöunda skipti, stóð yfir í Bolzano á Ítalíu. Hlaupið er yfir Dolomite fjöllin, samkvæmt Runners World. Í Facebook færslu skrifa skipuleggjendur hlaupsins að konan, sem var 44 ára gömul, hafi orðið fyrir eldingu klukkan korter yfir sjö, eftir hádegi, að staðartíma, nærri Lago di San Pancrazio vatninu á Ítalíu. Konan hefur enn ekki verið nafngreind. Hlaupinu hafði verið aflýst þrjátíu mínútum en slysið varð vegna veðurs og voru skipuleggjendur að stöðva keppendur við hjálpar stöðvar sem voru staðsettar við hlaupaleiðina. Konan var enn ekki komin að annarri hjálparstöð og hafði því ekki verið látin vita af aflýsingunni. „Um þrjátíu mínútum áður en slysið átti sér stað var keppnin stöðvuð vegna veðurs og héldu hlaupararnir fyrir í Antran, Rifugio Punta Cervina og Rifugio Kesselberg,“ stóð í tilkynningu Südtirol Ultra Skyrace á Facebook síðu þess. „Sumir íþróttamannanna voru á leiðinni á milli þessara stöðva og ekki var hægt að ná til þeirra. Meðal þeirra var norski hlauparinn,“ var bætt við. „Hlauparar sem urðu vitni að atvikinu hringdu í neyðarþjónustu. Flogið var með konuna í þyrlu í nærliggjandi sjúkrahús en hún lifði ekki af. „Eftir að hafa hlotið fyrstu hjálp var flogið með slasaða íþróttamanninn til sjúkrahúss í Bolzano í sjúkraþyrlunni Pelikan I, þar sem hún lést af sárum sínum,“ útskýrði Südtirol Ultra Skyrace í færslu sinni. Þeir sem lifa eldingu af fá í mörgum tilvikum hjartaáfall, alvarlega bruna, heyrnarleysi og taugaskaða sem getur leitt til persónuleikabreytinga, skapsveifla og minnisleysis.
Ítalía Noregur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira