Verðlaunin fyrir leikmann mánaðarins eru af glæsilegri gerðinni og koma frá Selected, Sjoppunni, Moroccanoil og Icelandair. Verðlaunin fyrir besta mark mánaðarins er í boði Adidas.
Þeir leikmenn sem koma til greina eru Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val, Sandra Stephany Mayor hjá Þór/KA og Berglind Björg Þorvaldsdóttir hjá Breiðabliki.
Þá eru þrjú glæsileg mörk tilnefnd sem mark mánaðarins en fallegustu mörk mánaðarins áttu Agla María Albertsdóttir fyrir Breiðablik á móti Fylki, Berglind Björg Þorvaldsdóttir fyrir Breiðablik á móti Selfossi og Marija Radojicic fyrir Fylki á móti KR.
Það má sjá öll þessi þrjú mörk sem koma til greina í myndbandinu hér fyrir neðan.
Kosningin fer síðan fram neðst í fréttinni.
Bestu leikmenn júlímánaðar í Pepsi Max deild kvenna