

Næstbesti kosturinn
Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna. En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins.
Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti. Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður. Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar.
Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB.
EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar. Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki. Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót.
Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun

Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða?
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar

Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika?
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Samfélagsþjónusta á röngum forsendum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd
Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar

Stækkum Skógarlund!
Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Hvað eru strandveiðar?
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins
Bolli Héðinsson skrifar

Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz
Hallveig Rúnarsdóttir skrifar

Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum
Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar

Eldurinn og slökkvitækið
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag!
Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar

Umbun er sama og afleiðing
Helgi S. Karlsson skrifar

Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna?
Valdimar Óskarsson skrifar

Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur?
Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag!
Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar

Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn!
Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar

Við viljum jafnan rétt foreldra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Háskóli er samfélag
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi
Axel Sigurðsson skrifar

Auðlind þjóðarinnar
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Bergljót Borg skrifar

Leiðrétt veiðigjöld
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Táknmálstúlkun
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Tesluvandinn
Alexandra Briem skrifar

Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ
Sóllilja Bjarnadóttir skrifar

Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda
Engilbert Sigurðsson skrifar

Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn
Pétur Henry Petersen skrifar

Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma
Þröstur Ólafsson skrifar