Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingafjöllum á fjórða tímanum í dag. Þyrlan lenti á vettvangi fyrir um tíu mínútum en til stendur að flytja þann sem ók mótorhjólinu á sjúkrahús í Reykjavík. Hann er ekki talinn lífshættulega slasaður.
