Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 07:20 Prins Andrés. Vísir/Getty Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. Mikið hefur verið fjallað um mál Epstein að undanförnu eftir að hann var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Málið vakti mikla athygli enda átti Epstein háttsetta vini, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, núverandi forseta og Andrés Prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni sem gefin var út eftir að frétt Mail on Sunday var birt segir að Andrés Prins fyrirlíti alla misnotkun á mannverum og að ásakanir um að hann samþykki, taki þátt eða ýti undir slíka hegðun séu „andstyggilegar“. Þá segir einnig í yfirlýsingu konugsfjölskyldunnar að Andrés prins sé hneykslaður á nýjustu fregnum af þeim glæpum sem Epstein var sakaður um. Fyrr í mánuðinum framdi Epstein sjálfsmorð í fangelsi í New York þar sem hann var í haldi. Hann hafði áður lýst sig saklausan af þeim ákærum sem hann stóð frammi fyrir. Var hann meðal annars sakaður um að hafa greitt stúlkum undir lögaldri í skiptum fyrir kynlífsgreiða á heimilum hans í Manhattan í New York og í Flóría á árunum 2002 til 2005. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið út yfirlýsingu til stuðnings Andrésar prins vegna tengsla Epstein og hans. Árið 2015 sagðist kona að nafni Virginia Roberts hafa verið þvinguð til samræðis með Andrési er hún var sautján ára gömul í þrjú skipti, í London, í New York og einu sinni á einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Konungsfjölskyldan þvertók fyrir að ásakanir Roberts ættu við rök að styðjast. Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. Mikið hefur verið fjallað um mál Epstein að undanförnu eftir að hann var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Málið vakti mikla athygli enda átti Epstein háttsetta vini, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, núverandi forseta og Andrés Prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni sem gefin var út eftir að frétt Mail on Sunday var birt segir að Andrés Prins fyrirlíti alla misnotkun á mannverum og að ásakanir um að hann samþykki, taki þátt eða ýti undir slíka hegðun séu „andstyggilegar“. Þá segir einnig í yfirlýsingu konugsfjölskyldunnar að Andrés prins sé hneykslaður á nýjustu fregnum af þeim glæpum sem Epstein var sakaður um. Fyrr í mánuðinum framdi Epstein sjálfsmorð í fangelsi í New York þar sem hann var í haldi. Hann hafði áður lýst sig saklausan af þeim ákærum sem hann stóð frammi fyrir. Var hann meðal annars sakaður um að hafa greitt stúlkum undir lögaldri í skiptum fyrir kynlífsgreiða á heimilum hans í Manhattan í New York og í Flóría á árunum 2002 til 2005. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið út yfirlýsingu til stuðnings Andrésar prins vegna tengsla Epstein og hans. Árið 2015 sagðist kona að nafni Virginia Roberts hafa verið þvinguð til samræðis með Andrési er hún var sautján ára gömul í þrjú skipti, í London, í New York og einu sinni á einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Konungsfjölskyldan þvertók fyrir að ásakanir Roberts ættu við rök að styðjast.
Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42
Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21
Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57