Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 07:20 Prins Andrés. Vísir/Getty Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. Mikið hefur verið fjallað um mál Epstein að undanförnu eftir að hann var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Málið vakti mikla athygli enda átti Epstein háttsetta vini, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, núverandi forseta og Andrés Prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni sem gefin var út eftir að frétt Mail on Sunday var birt segir að Andrés Prins fyrirlíti alla misnotkun á mannverum og að ásakanir um að hann samþykki, taki þátt eða ýti undir slíka hegðun séu „andstyggilegar“. Þá segir einnig í yfirlýsingu konugsfjölskyldunnar að Andrés prins sé hneykslaður á nýjustu fregnum af þeim glæpum sem Epstein var sakaður um. Fyrr í mánuðinum framdi Epstein sjálfsmorð í fangelsi í New York þar sem hann var í haldi. Hann hafði áður lýst sig saklausan af þeim ákærum sem hann stóð frammi fyrir. Var hann meðal annars sakaður um að hafa greitt stúlkum undir lögaldri í skiptum fyrir kynlífsgreiða á heimilum hans í Manhattan í New York og í Flóría á árunum 2002 til 2005. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið út yfirlýsingu til stuðnings Andrésar prins vegna tengsla Epstein og hans. Árið 2015 sagðist kona að nafni Virginia Roberts hafa verið þvinguð til samræðis með Andrési er hún var sautján ára gömul í þrjú skipti, í London, í New York og einu sinni á einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Konungsfjölskyldan þvertók fyrir að ásakanir Roberts ættu við rök að styðjast. Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. Mikið hefur verið fjallað um mál Epstein að undanförnu eftir að hann var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Málið vakti mikla athygli enda átti Epstein háttsetta vini, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, núverandi forseta og Andrés Prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni sem gefin var út eftir að frétt Mail on Sunday var birt segir að Andrés Prins fyrirlíti alla misnotkun á mannverum og að ásakanir um að hann samþykki, taki þátt eða ýti undir slíka hegðun séu „andstyggilegar“. Þá segir einnig í yfirlýsingu konugsfjölskyldunnar að Andrés prins sé hneykslaður á nýjustu fregnum af þeim glæpum sem Epstein var sakaður um. Fyrr í mánuðinum framdi Epstein sjálfsmorð í fangelsi í New York þar sem hann var í haldi. Hann hafði áður lýst sig saklausan af þeim ákærum sem hann stóð frammi fyrir. Var hann meðal annars sakaður um að hafa greitt stúlkum undir lögaldri í skiptum fyrir kynlífsgreiða á heimilum hans í Manhattan í New York og í Flóría á árunum 2002 til 2005. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið út yfirlýsingu til stuðnings Andrésar prins vegna tengsla Epstein og hans. Árið 2015 sagðist kona að nafni Virginia Roberts hafa verið þvinguð til samræðis með Andrési er hún var sautján ára gömul í þrjú skipti, í London, í New York og einu sinni á einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Konungsfjölskyldan þvertók fyrir að ásakanir Roberts ættu við rök að styðjast.
Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42
Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21
Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57