Mikil sorg ríkir í Afganistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2019 08:30 Fórnarlamb árásarinnar á spítala. Mynd/AFP „Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
„Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38