Sagt upp störfum eftir að hafa rétt ferðalangi miða sem á stóð: „Þú ljótur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2019 20:12 Konan rétti Strassner miðann eftir að hann fór í gegnum vopnaleitarhlið. Skjáskot Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. „Þú ljótur“ (e. You ugly) stóð á miðanum sem starfsmaðurinn rétti Neal Strassner þegar hann fór í gegn um öryggisleit flugvallarins í lok júnímánaðar. Strassner segist nýlega hafa fengið upptöku úr öryggismyndavél flugvallarins þar sem starfsmaðurinn sést rétta honum miðann. „Ég hringdi í flugvöllinn og reyndi að fá upplýsingar. Þau sögðu mér að ég yrði að eiga málið við sýsluna. Ég hringdi þangað og þau sögðu að ég gæti nálgast upptökuna á grundvelli laga um upplýsingafrelsi,“ hefur fréttastofa NBC eftir Strassner.„Þú ljótur!!!“ Miðinn sem um ræðir.Neal StrassnerEftir að hafa fengið miðann í hendurnar gekk Strassner frá öryggisleitarhliðinu þegar starfsmaðurinn kallaði á eftir honum: „Ætlarðu að opna miðann?“ Strassner segist hafa orðið mjög ringlaður. Hann hafi horft undrandi á miðann og hugsað með sér hvað þetta væru skrýtnar aðstæður. Strassner segist í samtali við fjölmiðla vestanhafs ferðast vikulega í gegn um flugvöllinn sökum vinnu sinnar. Hann hafi haft samband við flugvöllinn samdægurs atvikinu til þess að skila inn formlegri kvörtun. Honum hafi þá verið ráðlagt að ræða við yfirmann öryggisleitarinnar í næstu ferð sinni í gegn um flugvöllinn. Hann hafi gert það, en sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að honum hafi ekki verið trúað. Starfsmaðurinn sem um ræðir var ekki á mála hjá flugvellinum, heldur hjá öryggisverktakafyrirtæki sem fer með öryggismál á vellinum. Segir Strassner fyrirtækið hafa lofað því að hafa samband við hann ekki síðar en 13. ágúst vegna málsins. Hann heyrði hins vegar ekkert frá fyrirtækinu og brá þá á það ráð að hlaða myndbandi af atvikinu upp á spjallborðssíðuna Reddit síðastliðinn fimmtudag. Innan tveggja tíma eftir að myndbandið fór þar inn hafði fyrirtækið samband og hefur nú sagt starfsmanninum upp. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. „Þú ljótur“ (e. You ugly) stóð á miðanum sem starfsmaðurinn rétti Neal Strassner þegar hann fór í gegn um öryggisleit flugvallarins í lok júnímánaðar. Strassner segist nýlega hafa fengið upptöku úr öryggismyndavél flugvallarins þar sem starfsmaðurinn sést rétta honum miðann. „Ég hringdi í flugvöllinn og reyndi að fá upplýsingar. Þau sögðu mér að ég yrði að eiga málið við sýsluna. Ég hringdi þangað og þau sögðu að ég gæti nálgast upptökuna á grundvelli laga um upplýsingafrelsi,“ hefur fréttastofa NBC eftir Strassner.„Þú ljótur!!!“ Miðinn sem um ræðir.Neal StrassnerEftir að hafa fengið miðann í hendurnar gekk Strassner frá öryggisleitarhliðinu þegar starfsmaðurinn kallaði á eftir honum: „Ætlarðu að opna miðann?“ Strassner segist hafa orðið mjög ringlaður. Hann hafi horft undrandi á miðann og hugsað með sér hvað þetta væru skrýtnar aðstæður. Strassner segist í samtali við fjölmiðla vestanhafs ferðast vikulega í gegn um flugvöllinn sökum vinnu sinnar. Hann hafi haft samband við flugvöllinn samdægurs atvikinu til þess að skila inn formlegri kvörtun. Honum hafi þá verið ráðlagt að ræða við yfirmann öryggisleitarinnar í næstu ferð sinni í gegn um flugvöllinn. Hann hafi gert það, en sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að honum hafi ekki verið trúað. Starfsmaðurinn sem um ræðir var ekki á mála hjá flugvellinum, heldur hjá öryggisverktakafyrirtæki sem fer með öryggismál á vellinum. Segir Strassner fyrirtækið hafa lofað því að hafa samband við hann ekki síðar en 13. ágúst vegna málsins. Hann heyrði hins vegar ekkert frá fyrirtækinu og brá þá á það ráð að hlaða myndbandi af atvikinu upp á spjallborðssíðuna Reddit síðastliðinn fimmtudag. Innan tveggja tíma eftir að myndbandið fór þar inn hafði fyrirtækið samband og hefur nú sagt starfsmanninum upp.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira