Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum í kvöld eftir að eldur kom upp á Haðarstíg í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvibílar þurftu þó að leggja við Freyjugötu þar sem Haðargata er afar þröng og komust bílarnir ekki að.
Eldurinn kviknaði út frá gaskút í gasgrilli og læsti sig í klæðningu hússins. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu var fólk í húsnæðinu þegar eldurinn kom upp en engin slys urðu á fólki vegna brunans.
Búið er að slökkva eldinn og hefur gaskúturinn verið fluttur á öruggan stað. Unnið er nú að frágangi á vettvangi.
Kviknaði í gasgrilli í miðbænum
Sylvía Hall skrifar
