Sleit krossband og spilar ekki með Lakers liðinu á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 17:15 DeMarcus Cousins. Getty/Vaughn Ridley Það hafa fáir körfuboltamenn í NBA-deildinni verið óheppnari síðustu ár en maður að nafni DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins samdi á dögunum við lið Los Angeles Lakers til eins árs en mun líklega ekki spila með félaginu á komandi leiktíð. Í gær kom nefnilega í ljós að DeMarcus Cousins hafði slitið krossband í vinstra hné á æfingu. Hinn 29 ára miðherji var að undirbúa sig fyrir tímabilið en atvikið gerðis í Las Vegas. Þetta er þriðju alvarlegu meiðsli Cousins á síðustu átján mánuðum. Margir voru spenntir að sjá DeMarcus Cousins spila með þeim LeBron James og Anthony Davis en ekkert verður líklega af því.Lakers center DeMarcus Cousins has suffered a torn ACL in his left knee. https://t.co/eOO3SPo4US — Los Angeles Lakers (@Lakers) August 15, 2019 Þetta er því líka mikið áfall fyrir Los Angeles Lakers liðið sem taldi sig hafa dottið í lukkupottinn með því að semja við DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins hefur hins vegar lent í hverju áfallinu á fætur öðru. Hann var hjá Golden State Warriors á síðustu leiktíð en var þá að vinna sig til baka eftir hásinarslit. Hann meiddist síðan aftur í byrjun úrslitakeppninnar í apríl þegar hann sleit vöðva í læri. Cousins hafði aldrei áður spilað í úrslitakeppni og tók minni samning til að fá að upplifa það að verða meistari. Það tókst ekki því Golden Stata tapaði fyrir Toronto Raptors í lokaúrslitunum. Cousins náði að koma til baka eftir meiðslin en var ekki búinn að ná sér að fullu.NBA players around the league send their best wishes to DeMarcus Cousins pic.twitter.com/ckB4lYAdGm — ESPN (@espn) August 15, 2019DeMarcus Cousins var stórstjarna í NBA-deildinni þegar hann fór að meiðast en á níu ára ferli er hann með 21,2 stig, 10,9 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali. Hann hóf ferilinn hjá Sacramento Kings en spilaði með New Orleans Pelicans þegar hann sleit hásin vorið 2018. NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira
Það hafa fáir körfuboltamenn í NBA-deildinni verið óheppnari síðustu ár en maður að nafni DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins samdi á dögunum við lið Los Angeles Lakers til eins árs en mun líklega ekki spila með félaginu á komandi leiktíð. Í gær kom nefnilega í ljós að DeMarcus Cousins hafði slitið krossband í vinstra hné á æfingu. Hinn 29 ára miðherji var að undirbúa sig fyrir tímabilið en atvikið gerðis í Las Vegas. Þetta er þriðju alvarlegu meiðsli Cousins á síðustu átján mánuðum. Margir voru spenntir að sjá DeMarcus Cousins spila með þeim LeBron James og Anthony Davis en ekkert verður líklega af því.Lakers center DeMarcus Cousins has suffered a torn ACL in his left knee. https://t.co/eOO3SPo4US — Los Angeles Lakers (@Lakers) August 15, 2019 Þetta er því líka mikið áfall fyrir Los Angeles Lakers liðið sem taldi sig hafa dottið í lukkupottinn með því að semja við DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins hefur hins vegar lent í hverju áfallinu á fætur öðru. Hann var hjá Golden State Warriors á síðustu leiktíð en var þá að vinna sig til baka eftir hásinarslit. Hann meiddist síðan aftur í byrjun úrslitakeppninnar í apríl þegar hann sleit vöðva í læri. Cousins hafði aldrei áður spilað í úrslitakeppni og tók minni samning til að fá að upplifa það að verða meistari. Það tókst ekki því Golden Stata tapaði fyrir Toronto Raptors í lokaúrslitunum. Cousins náði að koma til baka eftir meiðslin en var ekki búinn að ná sér að fullu.NBA players around the league send their best wishes to DeMarcus Cousins pic.twitter.com/ckB4lYAdGm — ESPN (@espn) August 15, 2019DeMarcus Cousins var stórstjarna í NBA-deildinni þegar hann fór að meiðast en á níu ára ferli er hann með 21,2 stig, 10,9 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali. Hann hóf ferilinn hjá Sacramento Kings en spilaði með New Orleans Pelicans þegar hann sleit hásin vorið 2018.
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira