Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2019 07:30 Seyðfirðingar hafa lengi kallað eftir bættum samgöngum, sér í lagi vegna komu Norrænu til bæjarins. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn jarðgöng verði boðin út samtímis til að tryggja að hringtenging Austfjarða með jarðgöngum verði að veruleika í framtíðinni. Starfshópur um jarðgangaframkvæmdir á Austurlandi leggur til að byrjað verði á að grafa undir Fjarðarheiði og með því tengja Seyðisfjörð upp á Hérað. Samkvæmt úttekt KPMG eru mestu áhrifin, bæði fyrir samfélagið á Austurlandi öllu og á Seyðisfirði, af því að hringtenging komist á, það er að bæði verið gerð göng undir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs og að Norðfjörður og Seyðisfjörður verði tengdir tvennum göngum um Mjóafjörð. Hins vegar leggur starfshópurinn ekki til að það verði gert heldur aðeins að farið verði í framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng. Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir gríðarlega mikilvægt að hringtenging komist á.Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs FjarðabyggðarMeð hringtengingu verður Austurland að einu atvinnusvæði sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið á Austurlandi. Þar með yrði svæðið sterkara og betur í stakk búið að takast á við þau verkefni sem krafist er af nútímasveitarfélögum.“ Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, hefur rannsakað samgöngubætur og áhrif þeirra um áratuga skeið. Hann telur vissulega að hringtenging myndi breyta gríðarlega miklu fyrir Austurland í heild en telur að fyrst um sinn sé gott að byrja á að tengja Seyðisfjörð við Hérað. „Það er ljóst að hringtenging Austfjarða mun vera kostnaðarsöm framkvæmd og því eðlilegt að taka þetta í einhvers konar skrefum. Því er skiljanlegt að farið sé í eina framkvæmd í einu og þá rétt hjá starfshópnum að byrja á því að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir Hjalti. Með því að fara leið starfshópsins er því ekki loku fyrir það skotið að hægt verði í framtíðinni að klára umrædda hringtengingu, svo fremi sem í það fáist fjármagn frá ríkinu. Samgönguráðherra hefur velt upp þeirri hugmynd að jafnframt verði krafist veggjalda af vegfarendum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn jarðgöng verði boðin út samtímis til að tryggja að hringtenging Austfjarða með jarðgöngum verði að veruleika í framtíðinni. Starfshópur um jarðgangaframkvæmdir á Austurlandi leggur til að byrjað verði á að grafa undir Fjarðarheiði og með því tengja Seyðisfjörð upp á Hérað. Samkvæmt úttekt KPMG eru mestu áhrifin, bæði fyrir samfélagið á Austurlandi öllu og á Seyðisfirði, af því að hringtenging komist á, það er að bæði verið gerð göng undir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs og að Norðfjörður og Seyðisfjörður verði tengdir tvennum göngum um Mjóafjörð. Hins vegar leggur starfshópurinn ekki til að það verði gert heldur aðeins að farið verði í framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng. Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir gríðarlega mikilvægt að hringtenging komist á.Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs FjarðabyggðarMeð hringtengingu verður Austurland að einu atvinnusvæði sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið á Austurlandi. Þar með yrði svæðið sterkara og betur í stakk búið að takast á við þau verkefni sem krafist er af nútímasveitarfélögum.“ Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, hefur rannsakað samgöngubætur og áhrif þeirra um áratuga skeið. Hann telur vissulega að hringtenging myndi breyta gríðarlega miklu fyrir Austurland í heild en telur að fyrst um sinn sé gott að byrja á að tengja Seyðisfjörð við Hérað. „Það er ljóst að hringtenging Austfjarða mun vera kostnaðarsöm framkvæmd og því eðlilegt að taka þetta í einhvers konar skrefum. Því er skiljanlegt að farið sé í eina framkvæmd í einu og þá rétt hjá starfshópnum að byrja á því að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir Hjalti. Með því að fara leið starfshópsins er því ekki loku fyrir það skotið að hægt verði í framtíðinni að klára umrædda hringtengingu, svo fremi sem í það fáist fjármagn frá ríkinu. Samgönguráðherra hefur velt upp þeirri hugmynd að jafnframt verði krafist veggjalda af vegfarendum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15