Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Kristín Ólafsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. ágúst 2019 21:45 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að varaforsetinn muni meðal annars ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um hvort að heimsókn varaforsetans tengist hundruða milljóna króna uppbyggingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 7. ágúst að ef af heimsókn Pence yrði myndu efnahags- og viðskiptamál vera efst á baugi. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins í dag kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands og átak Atlantshafsbandalagsins gegn ágangi Rússlands á norðurslóðum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hundruðum milljóna verður varið í verkefnið. Logi segir utanríkisráðherra skulda útskýringu á því hvort að málin tvö séu fyrirboði um aukna þátttöku Íslands í varnarsamstarfinu. „Síðan kemur þessi mjög háttsetti maður hingað til lands og Guðlaugur Þór segir að það eigi að ræða viðskipti og efnahagsmál á meðan að Hvíta húsið gefur út yfirlýsingu um að það eigi sérstaklega að ræða mjög mikilvæga landfræðilega stöðu Íslands. Það er ekkert hægt að lesa þetta öðruvísi en að það sé verið að fara að tala þarna um aukna þátttöku okkar í varnarsamstarfinu.“ Logi vill að málið verði rætt á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins. „Já, ég hef bæði beðið um fund með utanríkisráðherra á vegum nefndarinnar um áformin uppi á Keflavíkurflugvelli en síðan núna, eftir þessi síðustu útspil, að ráðherra komi líka og gefi munnlega skýrslu um komu Mike Pence hingað til landsins.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að varaforsetinn muni meðal annars ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um hvort að heimsókn varaforsetans tengist hundruða milljóna króna uppbyggingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 7. ágúst að ef af heimsókn Pence yrði myndu efnahags- og viðskiptamál vera efst á baugi. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins í dag kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands og átak Atlantshafsbandalagsins gegn ágangi Rússlands á norðurslóðum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hundruðum milljóna verður varið í verkefnið. Logi segir utanríkisráðherra skulda útskýringu á því hvort að málin tvö séu fyrirboði um aukna þátttöku Íslands í varnarsamstarfinu. „Síðan kemur þessi mjög háttsetti maður hingað til lands og Guðlaugur Þór segir að það eigi að ræða viðskipti og efnahagsmál á meðan að Hvíta húsið gefur út yfirlýsingu um að það eigi sérstaklega að ræða mjög mikilvæga landfræðilega stöðu Íslands. Það er ekkert hægt að lesa þetta öðruvísi en að það sé verið að fara að tala þarna um aukna þátttöku okkar í varnarsamstarfinu.“ Logi vill að málið verði rætt á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins. „Já, ég hef bæði beðið um fund með utanríkisráðherra á vegum nefndarinnar um áformin uppi á Keflavíkurflugvelli en síðan núna, eftir þessi síðustu útspil, að ráðherra komi líka og gefi munnlega skýrslu um komu Mike Pence hingað til landsins.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58
Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30