Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins.
Þetta kemur fram í leiðréttingu sem Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi sendi á fjölmiðla í kvöld. Þar vísar hann í uppfæra tilkynningu á vef Hvíta hússins þar sem kemur fram að Pence muni koma hingað til lands þann 4. september.
Að öðru leyti er tilkynningin samskonar þeirri sem vitnað var í fréttum af Íslandsför Pence. Í viðræðum sínum við íslenska ráðamenn muni hann leggja áherslu á mikilvægi Íslands þegar kemur að Norðurslóðamálum, leiðir til að stemma stigu við hernaðarumsvifum Rússa á svæðinu, sem og leiðir til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.
Eftir dvölina á Íslandi heldur Pence í opinbera heimsókn til Írlands og Bretlands.
