„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 19:00 Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. Það skortir upplýsingar frá borginni segir verslunareigandi og ferðamenn hafa lent í ógöngum þar í sumar . Borgin segir að framkvæmdir tefjist um tæpan mánuð frá upphaflegri áætlun. Reykjavíkurborg tilkynnti á heimasíðu sinni um miðjan maí að áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu yrði í sumar milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Loka þyrfti götunni tímabundið. Í sumar hafa þó nokkur fyrirtæki á svæðinu hætt starfsemi. Um miðjan júlí lokaði veitingastaðurinn Essensia og í gær var tilkynnt að þrír veitingastaðir að Hverfisgötu tólf hefðiu verið lokaðir eða Dill, Systir og Mikkeller og Friends.Ásmundur Helgason eigandi Gráa kattarins er ósáttur við tafir á framkvæmum á Hverfisgötu.vísir/baldur hrafnkellFékk að vita af framkvæmdunum með viku fyrirvara Aðeins ofar í götunni er kaffistofan Grái kötturinn til húsa. Ásmundur Helgason eigandi þess er óhress eftir sumarið. „Fólk sem veit þegar af kaffihúsinu og fastagestir hafa komið til mín í sumar en það er nánast engin sem kemur beint af götunni,“ segir Ásmundur. Það reynist líka þrautin þyngri að komast að Gráa kettinum. Ásmundur er afar ósáttur við upplýsingaflæði frá borginni. „Viku áður en framkvæmdirnar hófust fengum við að vita af þeim og þá var ég búin að ráða sumarstarfsfólk og gat ekkert bakkað út úr því,“ segir Ásmundur. Hann telur að rekja megi gjaldþrot nokkurra fyrirtækja að hluta til, til framkvæmdanna. „Fjórir veitingastaðir eru búnir að fara á hausinn á einum mánuði og auðvitað hefur þetta haft áhrif á það,“ segir Ásmundur. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að framkvæmdirnar tefjist um mánuð og klárist í september. Ásmundur segir það afar bagalegt. „Tímasetningar varðandi framkvæmdina hafa ekki staðist hingað til og ég óttast að þetta klárist ekki fyrr en í september,“ segir Ásmundur. Sigurlaug Hannesdóttir verkefnastjóri í Safnahúsinu segir að loka hafi þurft nokkrum sinnum í sumar vegna hávaða frá framkvæmdunum.Gríðarleg áhrif á gestafjölda í Safnahúsinu Hinum megin við Gráa köttinn er Safnahúsið og hafa framkvæmdirnar haft mikil áhrif þar. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á gestafjölda hjá okkur enda hefur aðgengi verið afar erfitt vegna framkvæmdanna. Þá hafi þurft að hætta við bókaðar leiðsagnir í húsinu vegna hávaða. Hér er sýningin Sjónarhorn og því miður hafa gestir oft ekki fengið að njóta hennar sem skyldi því hávaðinn er svo mikill,“ segir Sigurlaug. Hún segir að komið hafi fyrir að loka hafi þurft húsinu í sumar vegna hávaða. „Við höfum nokkrum sinnum þurft að loka því lætin voru svo mikil hér úti. Okkar annað starf í sumar hefur verið að leiðbeina gestum og gangandi um Hverfisgötu vegna lokanna hér og þar um miðbæinn,“ segir Sigurlaug. Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá borginni vegna framkvæmdanna. Stundum séu fleiri að vinna hjá sér en í sjálfum framkvæmdunum.Eins og brandari Ofar á Hverfisgötu er gleraugnabúðin Sjáðu. Þrátt fyrir að framkvæmdirnar séu mun neðar í götunni segir Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu að þær hafa mikil áhrif á starfsemina hjá sér. Þá hafi hún ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni. „Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar frá Reykjavíkurborg. Að sjálfsögðu erum við afar ánægð með að verið sé að laga götuna en hins vegar hefur verkefnið tekið rosalega langan tíma. Það þarf að vera fólk til að vinna verkið og stundum hef ég séð fleiri vinna í búðinni minni en í framkvæmdunum. Þetta er eiginlega bara eins og brandari. Ég hef eytt stórum hluta sumarsins í að leiðbeina fólki í hvernig og hvar það komist áfram en það eru lokanir út um allt hér í kring,“ segir Anna. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. Það skortir upplýsingar frá borginni segir verslunareigandi og ferðamenn hafa lent í ógöngum þar í sumar . Borgin segir að framkvæmdir tefjist um tæpan mánuð frá upphaflegri áætlun. Reykjavíkurborg tilkynnti á heimasíðu sinni um miðjan maí að áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu yrði í sumar milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Loka þyrfti götunni tímabundið. Í sumar hafa þó nokkur fyrirtæki á svæðinu hætt starfsemi. Um miðjan júlí lokaði veitingastaðurinn Essensia og í gær var tilkynnt að þrír veitingastaðir að Hverfisgötu tólf hefðiu verið lokaðir eða Dill, Systir og Mikkeller og Friends.Ásmundur Helgason eigandi Gráa kattarins er ósáttur við tafir á framkvæmum á Hverfisgötu.vísir/baldur hrafnkellFékk að vita af framkvæmdunum með viku fyrirvara Aðeins ofar í götunni er kaffistofan Grái kötturinn til húsa. Ásmundur Helgason eigandi þess er óhress eftir sumarið. „Fólk sem veit þegar af kaffihúsinu og fastagestir hafa komið til mín í sumar en það er nánast engin sem kemur beint af götunni,“ segir Ásmundur. Það reynist líka þrautin þyngri að komast að Gráa kettinum. Ásmundur er afar ósáttur við upplýsingaflæði frá borginni. „Viku áður en framkvæmdirnar hófust fengum við að vita af þeim og þá var ég búin að ráða sumarstarfsfólk og gat ekkert bakkað út úr því,“ segir Ásmundur. Hann telur að rekja megi gjaldþrot nokkurra fyrirtækja að hluta til, til framkvæmdanna. „Fjórir veitingastaðir eru búnir að fara á hausinn á einum mánuði og auðvitað hefur þetta haft áhrif á það,“ segir Ásmundur. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að framkvæmdirnar tefjist um mánuð og klárist í september. Ásmundur segir það afar bagalegt. „Tímasetningar varðandi framkvæmdina hafa ekki staðist hingað til og ég óttast að þetta klárist ekki fyrr en í september,“ segir Ásmundur. Sigurlaug Hannesdóttir verkefnastjóri í Safnahúsinu segir að loka hafi þurft nokkrum sinnum í sumar vegna hávaða frá framkvæmdunum.Gríðarleg áhrif á gestafjölda í Safnahúsinu Hinum megin við Gráa köttinn er Safnahúsið og hafa framkvæmdirnar haft mikil áhrif þar. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á gestafjölda hjá okkur enda hefur aðgengi verið afar erfitt vegna framkvæmdanna. Þá hafi þurft að hætta við bókaðar leiðsagnir í húsinu vegna hávaða. Hér er sýningin Sjónarhorn og því miður hafa gestir oft ekki fengið að njóta hennar sem skyldi því hávaðinn er svo mikill,“ segir Sigurlaug. Hún segir að komið hafi fyrir að loka hafi þurft húsinu í sumar vegna hávaða. „Við höfum nokkrum sinnum þurft að loka því lætin voru svo mikil hér úti. Okkar annað starf í sumar hefur verið að leiðbeina gestum og gangandi um Hverfisgötu vegna lokanna hér og þar um miðbæinn,“ segir Sigurlaug. Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá borginni vegna framkvæmdanna. Stundum séu fleiri að vinna hjá sér en í sjálfum framkvæmdunum.Eins og brandari Ofar á Hverfisgötu er gleraugnabúðin Sjáðu. Þrátt fyrir að framkvæmdirnar séu mun neðar í götunni segir Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu að þær hafa mikil áhrif á starfsemina hjá sér. Þá hafi hún ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni. „Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar frá Reykjavíkurborg. Að sjálfsögðu erum við afar ánægð með að verið sé að laga götuna en hins vegar hefur verkefnið tekið rosalega langan tíma. Það þarf að vera fólk til að vinna verkið og stundum hef ég séð fleiri vinna í búðinni minni en í framkvæmdunum. Þetta er eiginlega bara eins og brandari. Ég hef eytt stórum hluta sumarsins í að leiðbeina fólki í hvernig og hvar það komist áfram en það eru lokanir út um allt hér í kring,“ segir Anna.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03
Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18