Sjáðu myndbandið þegar Conor McGregor slær eldri mann eftir rifrildi á bar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 15:15 Conor McGregor. Getty/John W. McDonough Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í vandræði utan búrsins og enn eitt dæmið um það voru samskipti hans og eldri manns á bar í Dyflinni á Írlandi í apríl síðastliðnum. Það fréttist á sínum tíma að mál Conor McGregor og mannsins væri í rannsókn en nú hefur myndband af atvikinu verið gert opinbert. TMZ Sports birti myndband úr eftirlitsmyndavél á barnum en þar mátti sjá samskipti Conor McGregor og mannsins sem vildi ekki drekka vískí McGregor. Eldri maðurinn sést fyrst neita tvisvar sinnum þegar Conor McGregor smellir vískiglasi fyrir framan hann. Hann færir glasið strax í burtu. Conor McGregor hafði þarna mætt höfðingjalegur inn á barinn og boðið að kaupa vískistaup af sínu viskíi, Proper 12, fyrir gesti barsins. Eldri maðurinn er harður á því að vilja ekki þiggja boð Conor McGregor. Það endar síðan með að Conor slær hann í hausinn áður en fylgdarsveinar Írans draga hann í burtu. TMZ Sports hafði áður fjallað um atvikið og fengið þá að vita að lögreglan væri að rannsaka þetta mál. Lögreglan hafði þá fengið að sjá myndbandið. Blaðamenn TMZ Sports fór að kanna málið aftur nokkrum mánuðum síðar og komust þá að því að McGregor hefði aldrei fengið á sig kæru vegna atviksins. TMZ Sports ákvað því að birta myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.Það er ekki búist við því að þetta myndbandi hafi þó mikil áhrif á feril Conor McGregor. Það er enn verið að bíða eftir að hann semji við Dana White, forseta UFC, um endurkomu í búrið. Dana White hefur talað um möguleika á bardaga á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardagar Anthony Pettis og Nate Diaz um næstu helgi sem og bardagi Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier í næsta mánuði gæti haft eitthvað með það að segja hvort Conor McGregor snúi aftur inn í búrið á næstu misserum. Írland MMA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í vandræði utan búrsins og enn eitt dæmið um það voru samskipti hans og eldri manns á bar í Dyflinni á Írlandi í apríl síðastliðnum. Það fréttist á sínum tíma að mál Conor McGregor og mannsins væri í rannsókn en nú hefur myndband af atvikinu verið gert opinbert. TMZ Sports birti myndband úr eftirlitsmyndavél á barnum en þar mátti sjá samskipti Conor McGregor og mannsins sem vildi ekki drekka vískí McGregor. Eldri maðurinn sést fyrst neita tvisvar sinnum þegar Conor McGregor smellir vískiglasi fyrir framan hann. Hann færir glasið strax í burtu. Conor McGregor hafði þarna mætt höfðingjalegur inn á barinn og boðið að kaupa vískistaup af sínu viskíi, Proper 12, fyrir gesti barsins. Eldri maðurinn er harður á því að vilja ekki þiggja boð Conor McGregor. Það endar síðan með að Conor slær hann í hausinn áður en fylgdarsveinar Írans draga hann í burtu. TMZ Sports hafði áður fjallað um atvikið og fengið þá að vita að lögreglan væri að rannsaka þetta mál. Lögreglan hafði þá fengið að sjá myndbandið. Blaðamenn TMZ Sports fór að kanna málið aftur nokkrum mánuðum síðar og komust þá að því að McGregor hefði aldrei fengið á sig kæru vegna atviksins. TMZ Sports ákvað því að birta myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.Það er ekki búist við því að þetta myndbandi hafi þó mikil áhrif á feril Conor McGregor. Það er enn verið að bíða eftir að hann semji við Dana White, forseta UFC, um endurkomu í búrið. Dana White hefur talað um möguleika á bardaga á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardagar Anthony Pettis og Nate Diaz um næstu helgi sem og bardagi Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier í næsta mánuði gæti haft eitthvað með það að segja hvort Conor McGregor snúi aftur inn í búrið á næstu misserum.
Írland MMA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Sjá meira