573 mánuðir og 22 dagar síðan Víkingar komust síðast í bikarúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 14:30 Kári Árnason. Vísir/Daníel Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA
Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira