Range Rover fær BMW-vél 15. ágúst 2019 06:00 Alls engar nýjar fréttir eru fólgnar í því að Jaguar Land Rover ætli að setja BMW-vélar í nýja bíla sína á næstunni, en nú hafa tilraunagerðir nýrra bíla fyrirtækisins sést með BMW-vélar undir húddinu. Það á til dæmis við þessa næstu kynslóð flaggskipsins Range Rover sem hér er með 4,4 lítra og 8 strokka BMW-vél með forþjöppu. Það þýðir væntanlega að 5,0 lítra vélin með keflablásara (supercharged) hverfur í Range Rover. Samstarf Jaguar Land Rover og BMW verður þó viðameira en þetta þar sem fyrirtækin hafa skrifað undir víðtækan samstarfssamning og ætlar JLR með því að spara mikið í þróunarkostnaði sínum.Bara nýjar vélar JLR ætlar líka að bjóða 6 strokka BMW-vélar í bílum sínum og samstarfið kveður einnig á um sameiginlega þróun á rafmagns- og tengiltvinnaflrásum. Ný gerð Range Rover fær líka nýjan undirvagn sem að miklu leyti verður úr áli og miklu léttari en af fyrri gerð. Þessi undirvagn mun verða í mun fleiri jeppum JLR, eða allt frá miklu minni bíl eins og Jaguar XE og að þeim stærsta, það er Range Rover. Líklega mun engin vélargerð sem nú er í boði í Range Rover lifa af í næstu kynslóð bílsins, hann verður í boði með nýjum vélum smíðuðum af JLR eða BMW. Heyrst hefur að ný 6 strokka dísilvél JLR sé svo umhverfisvæn að hún mengi minna en 80 g/km af CO2 og sé því vel innan nýrra strangra viðmiða um mengun. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent
Alls engar nýjar fréttir eru fólgnar í því að Jaguar Land Rover ætli að setja BMW-vélar í nýja bíla sína á næstunni, en nú hafa tilraunagerðir nýrra bíla fyrirtækisins sést með BMW-vélar undir húddinu. Það á til dæmis við þessa næstu kynslóð flaggskipsins Range Rover sem hér er með 4,4 lítra og 8 strokka BMW-vél með forþjöppu. Það þýðir væntanlega að 5,0 lítra vélin með keflablásara (supercharged) hverfur í Range Rover. Samstarf Jaguar Land Rover og BMW verður þó viðameira en þetta þar sem fyrirtækin hafa skrifað undir víðtækan samstarfssamning og ætlar JLR með því að spara mikið í þróunarkostnaði sínum.Bara nýjar vélar JLR ætlar líka að bjóða 6 strokka BMW-vélar í bílum sínum og samstarfið kveður einnig á um sameiginlega þróun á rafmagns- og tengiltvinnaflrásum. Ný gerð Range Rover fær líka nýjan undirvagn sem að miklu leyti verður úr áli og miklu léttari en af fyrri gerð. Þessi undirvagn mun verða í mun fleiri jeppum JLR, eða allt frá miklu minni bíl eins og Jaguar XE og að þeim stærsta, það er Range Rover. Líklega mun engin vélargerð sem nú er í boði í Range Rover lifa af í næstu kynslóð bílsins, hann verður í boði með nýjum vélum smíðuðum af JLR eða BMW. Heyrst hefur að ný 6 strokka dísilvél JLR sé svo umhverfisvæn að hún mengi minna en 80 g/km af CO2 og sé því vel innan nýrra strangra viðmiða um mengun.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent