Aðgerðir á húsnæðis- markaði að skila árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Hlutfall fyrstu kaupenda af heildarfjölda íbúðarkaupenda hefur farið stöðugt vaxandi á síðastliðnum misserum og árum að því er fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Það eru mjög jákvæðar fréttir og sýna að nú sé orðið auðveldara en áður fyrir stærri hóp að safna fyrir útborgun í íbúð. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eitt af lykilatriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda um stuðning við lífskjarasamninga aðila vinnumarkaðarins frá því í vor var að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á fasteignamarkaðinn.Betur má ef duga skal Þetta er vissulega fagnaðarefni en betur má ef duga skal. Í skýrslu sem verkefnisstjórn, sem ég skipaði til að fjalla um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn, skilaði af sér í vor, kom fram að þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað væri enn of hár. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt og sögulega lága raunvexti. Í félagsmálaráðuneytinu er því unnið að því, í samstarfi við Íbúðalánasjóð og aðila vinnumarkaðarins, að útfæra enn frekari úrræði til stuðnings fyrstu kaupendum og tekjulágum. Hinir tekjulægstu mega ekki gleymast Húsnæði er grunnþörf allra og það er óábyrgt ef við skiljum stóra hópa eftir á húsnæðismarkaði. Leigumarkaðurinn nærri því tvöfaldaðist í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs telja 92% leigjenda það óhagstætt að leigja og einungis 8% telja sig geta farið af leigumarkaði innan sex mánaða. Þá er ótalið allt það fólk sem missti húsnæði sitt í efnahagshruninu og hefur ekki komist inn á fasteignamarkaðinn á nýjan leik. Í mörgum tilfellum nær það fólk einfaldlega ekki að brúa bilið sem til þarf til að leggja fram 20-30% eigið fé við kaup á íbúð. Þessir hópar mega ekki gleymast. Félagsmálaráðuneytið vinnur að margvíslegum fleiri aðgerðum til að stuðla að auknu jafnvægi og stöðugleika á húsnæðismarkaði. Nýlega var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tilraunaverkefni á vegum Íbúðalánsjóðs til þess að bregðast við vanda sveitarfélaga á landsbyggðinni. Bind ég miklar vonir við að það geti orðið til þess að rjúfa stöðnun í atvinnumálum landsbyggðarinnar þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar oftar en ekki uppbyggingu atvinnulífs í héraði. Á næsta þingi hyggst ég síðan mæla fyrir umfangsmiklum breytingum á lögum sem varða húsnæðismál. Þar á meðal eru breytingar á lögum um almennar íbúðir sem þegar hafa verið kynntar en þær felast meðal annars í breytingum á tekju- og eignamörkum þannig að fleiri eigi kost á að leigja og búa í almennum leiguíbúðum. Sömuleiðis eru fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum til að tryggja enn betur réttarstöðu leigjenda. Með fyrirhugaðri sameiningu Mannvirkjastofnunar og þess hluta Íbúðalánasjóðs sem snýr að framkvæmd húsnæðisstuðnings stjórnvalda verður til ný öflug húsnæðisstofnun. Stofnunin fær það hlutverk að framfylgja stefnu stjórnvalda um að almenningur hafi ávallt aðgang að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu. Sú krafa kom jafnframt skýrt fram í lífskjarasamningunum. Framangreindar aðgerðir eru skref í þessa átt.Höfundur er félags- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutfall fyrstu kaupenda af heildarfjölda íbúðarkaupenda hefur farið stöðugt vaxandi á síðastliðnum misserum og árum að því er fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Það eru mjög jákvæðar fréttir og sýna að nú sé orðið auðveldara en áður fyrir stærri hóp að safna fyrir útborgun í íbúð. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eitt af lykilatriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda um stuðning við lífskjarasamninga aðila vinnumarkaðarins frá því í vor var að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á fasteignamarkaðinn.Betur má ef duga skal Þetta er vissulega fagnaðarefni en betur má ef duga skal. Í skýrslu sem verkefnisstjórn, sem ég skipaði til að fjalla um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn, skilaði af sér í vor, kom fram að þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað væri enn of hár. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt og sögulega lága raunvexti. Í félagsmálaráðuneytinu er því unnið að því, í samstarfi við Íbúðalánasjóð og aðila vinnumarkaðarins, að útfæra enn frekari úrræði til stuðnings fyrstu kaupendum og tekjulágum. Hinir tekjulægstu mega ekki gleymast Húsnæði er grunnþörf allra og það er óábyrgt ef við skiljum stóra hópa eftir á húsnæðismarkaði. Leigumarkaðurinn nærri því tvöfaldaðist í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs telja 92% leigjenda það óhagstætt að leigja og einungis 8% telja sig geta farið af leigumarkaði innan sex mánaða. Þá er ótalið allt það fólk sem missti húsnæði sitt í efnahagshruninu og hefur ekki komist inn á fasteignamarkaðinn á nýjan leik. Í mörgum tilfellum nær það fólk einfaldlega ekki að brúa bilið sem til þarf til að leggja fram 20-30% eigið fé við kaup á íbúð. Þessir hópar mega ekki gleymast. Félagsmálaráðuneytið vinnur að margvíslegum fleiri aðgerðum til að stuðla að auknu jafnvægi og stöðugleika á húsnæðismarkaði. Nýlega var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tilraunaverkefni á vegum Íbúðalánsjóðs til þess að bregðast við vanda sveitarfélaga á landsbyggðinni. Bind ég miklar vonir við að það geti orðið til þess að rjúfa stöðnun í atvinnumálum landsbyggðarinnar þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar oftar en ekki uppbyggingu atvinnulífs í héraði. Á næsta þingi hyggst ég síðan mæla fyrir umfangsmiklum breytingum á lögum sem varða húsnæðismál. Þar á meðal eru breytingar á lögum um almennar íbúðir sem þegar hafa verið kynntar en þær felast meðal annars í breytingum á tekju- og eignamörkum þannig að fleiri eigi kost á að leigja og búa í almennum leiguíbúðum. Sömuleiðis eru fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum til að tryggja enn betur réttarstöðu leigjenda. Með fyrirhugaðri sameiningu Mannvirkjastofnunar og þess hluta Íbúðalánasjóðs sem snýr að framkvæmd húsnæðisstuðnings stjórnvalda verður til ný öflug húsnæðisstofnun. Stofnunin fær það hlutverk að framfylgja stefnu stjórnvalda um að almenningur hafi ávallt aðgang að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu. Sú krafa kom jafnframt skýrt fram í lífskjarasamningunum. Framangreindar aðgerðir eru skref í þessa átt.Höfundur er félags- og barnamálaráðherra
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun