Kirkja allra Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Margir veittu athygli lítilli frétt sem birtist í fjölmiðlum á dögunum. Hún fjallaði um viðbrögð bandarísks ferðamanns sem var stórlega misboðið þegar hann sá regnbogafána á kórtröppum Hallgrímskirkju. Hann sneri sér að kirkjuverði og lýsti hneykslun sinni á að slíkur fáni væri í kirkju. Hann fékk það svar að ást Guðs væri fyrir allt fólk. Þetta svar dugði ferðamanninum engan veginn og hann ætlaði sér alls ekki að láta kirkjuvörðinn sleppa svo auðveldlega frá málinu. Hann sagði að Kristur myndi aldrei samþykkja svona nokkuð. Kirkjuvörðurinn mótmælti því og sagði Krist einmitt myndu vera þessu samþykkan. Ferðamaðurinn, stórmóðgaður fyrir hönd Frelsarans, strunsaði burt með þeim orðum að þetta væri greinilega ekki kristin kirkja. Þessa sanna saga sýnir að í dag finnst fólk sem notar kristna trú til að einangra fólk vegna kynhneigðar þess. Það stimplar til dæmis samkynhneigð sem synd og óeðli og samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ómögulegt að taka þann synduga í sátt nema hann sjái að sér og hreinsi sig með því að afneita kynhneigð sinni. Það er beinlínis gremjulegt þegar fólk sem er þessarar skoðunar tekur upp á því að vitna í Krist máli sínu til stuðnings. Kristur var ekki að láta kynhneigð fólks fara í taugarnar á sér. Þeir einstaklingar sem halda öðru fram skilja ekki boðskap hans. Samt leyfa þeir sér að tala óhikað í hans nafni. Þarna er um að ræða fólk sem telur sig vel lesið í Biblíunni, þykist vera með allar kenningarnar á hreinu en lifir um leið í algjörum misskilningi um boðskap Krists um náungakærleik. Hver sá sem vill meina öðrum að njóta mannréttinda vegna kynhneigðar er að hafna náungakærleik. Þetta veit kirkjuvörðurinn sem svaraði hinum erlenda ferðamanni. Þegar kemur að stuðningi við samkynhneigða hefur þjóðkirkjan ekki hreina samvisku. Hún getur ekki vikið frá sér þeirri staðreynd að í þeim efnum er hún syndug. Tregðan sem lengi var ríkjandi innan kirkjunnar við að gefa samkynhneigða saman í kristilegt hjónaband er skammarblettur sem lengi mun loða við hana. Verið var að flokka samkynhneigða sem annars flokks manneskjur sem hefðu ekki sama rétt og aðrir og nytu ekki Guðs blessunar í sama mæli. Lítið fór fyrir kærleiksboðskap Krists, sem á að vera fyrir alla, ekki einungis þá sem prestarnir telja þóknanlega. Prestar eru ekki á réttri braut ef þeir hengja sig í bókstafstrú sem boðar fordóma og útskúfun í stað kærleiks og umburðarlyndis. Bókstafstrú á aldrei að vera sterkari en kærleiksboðskapurinn sem kirkjan á alltaf að hafa í heiðri. Prestar sem átta sig ekki á þessu eru ekki í réttu starfi. Kirkjuvörðurinn góði gengur veg kærleikans, eins og kirkja hans því Hallgrímskirkja er þátttakandi í Hinsegin dögum. Þar blaktir regnbogafáninn við hún og er á kórtröppunum. Mikilvæg ábending um að kirkjan er fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Tengdar fréttir Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Óhætt er að segja að bandarískur ferðamaður sem kíkti í Hallgrímskirkju í dag sé ekki aðdáandi regnbogafánans. 12. ágúst 2019 00:01 Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Margir veittu athygli lítilli frétt sem birtist í fjölmiðlum á dögunum. Hún fjallaði um viðbrögð bandarísks ferðamanns sem var stórlega misboðið þegar hann sá regnbogafána á kórtröppum Hallgrímskirkju. Hann sneri sér að kirkjuverði og lýsti hneykslun sinni á að slíkur fáni væri í kirkju. Hann fékk það svar að ást Guðs væri fyrir allt fólk. Þetta svar dugði ferðamanninum engan veginn og hann ætlaði sér alls ekki að láta kirkjuvörðinn sleppa svo auðveldlega frá málinu. Hann sagði að Kristur myndi aldrei samþykkja svona nokkuð. Kirkjuvörðurinn mótmælti því og sagði Krist einmitt myndu vera þessu samþykkan. Ferðamaðurinn, stórmóðgaður fyrir hönd Frelsarans, strunsaði burt með þeim orðum að þetta væri greinilega ekki kristin kirkja. Þessa sanna saga sýnir að í dag finnst fólk sem notar kristna trú til að einangra fólk vegna kynhneigðar þess. Það stimplar til dæmis samkynhneigð sem synd og óeðli og samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ómögulegt að taka þann synduga í sátt nema hann sjái að sér og hreinsi sig með því að afneita kynhneigð sinni. Það er beinlínis gremjulegt þegar fólk sem er þessarar skoðunar tekur upp á því að vitna í Krist máli sínu til stuðnings. Kristur var ekki að láta kynhneigð fólks fara í taugarnar á sér. Þeir einstaklingar sem halda öðru fram skilja ekki boðskap hans. Samt leyfa þeir sér að tala óhikað í hans nafni. Þarna er um að ræða fólk sem telur sig vel lesið í Biblíunni, þykist vera með allar kenningarnar á hreinu en lifir um leið í algjörum misskilningi um boðskap Krists um náungakærleik. Hver sá sem vill meina öðrum að njóta mannréttinda vegna kynhneigðar er að hafna náungakærleik. Þetta veit kirkjuvörðurinn sem svaraði hinum erlenda ferðamanni. Þegar kemur að stuðningi við samkynhneigða hefur þjóðkirkjan ekki hreina samvisku. Hún getur ekki vikið frá sér þeirri staðreynd að í þeim efnum er hún syndug. Tregðan sem lengi var ríkjandi innan kirkjunnar við að gefa samkynhneigða saman í kristilegt hjónaband er skammarblettur sem lengi mun loða við hana. Verið var að flokka samkynhneigða sem annars flokks manneskjur sem hefðu ekki sama rétt og aðrir og nytu ekki Guðs blessunar í sama mæli. Lítið fór fyrir kærleiksboðskap Krists, sem á að vera fyrir alla, ekki einungis þá sem prestarnir telja þóknanlega. Prestar eru ekki á réttri braut ef þeir hengja sig í bókstafstrú sem boðar fordóma og útskúfun í stað kærleiks og umburðarlyndis. Bókstafstrú á aldrei að vera sterkari en kærleiksboðskapurinn sem kirkjan á alltaf að hafa í heiðri. Prestar sem átta sig ekki á þessu eru ekki í réttu starfi. Kirkjuvörðurinn góði gengur veg kærleikans, eins og kirkja hans því Hallgrímskirkja er þátttakandi í Hinsegin dögum. Þar blaktir regnbogafáninn við hún og er á kórtröppunum. Mikilvæg ábending um að kirkjan er fyrir alla.
Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Óhætt er að segja að bandarískur ferðamaður sem kíkti í Hallgrímskirkju í dag sé ekki aðdáandi regnbogafánans. 12. ágúst 2019 00:01
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun