
Ratcliffe hannar arftaka Land Rover Defender

„Hann elskaði Defender og sá að það var enn þá markaður fyrir hreinræktaðan fjórhjóladrifinn bíl,“ segir Richard Longden, upplýsingafulltrúi hjá Ineos sem er í eigu Ratcliffes. „Við hönnunina horfum við ekki aðeins á Defender heldur Mercedes G Wagon og fleiri fjórhjóladrifna bíla.“
Hönnun útlitsins og gangverk Grenadier eru komin vel á veg og samið hefur verið við BMW um vélarnar. Longden segir að Ratcliffe hafi lært það af ferðum sínum í Afríku og víðar að svona bílar séu nauðsynlegir til að komast á ákveðna staði og klára ákveðin verk. „Þessi bíll verður ekki dæmigerður hlaupmótaður nútímajeppi. Það verða skarpar línur og horn,“ segir hann.
Tengdar fréttir

Ein aðalástæðan fyrir jarðarkaupum Ratcliffes er að vernda íslenska laxinn
Fulltrúi breska auðjöfursins Jim Ratcliffes segir eina aðal ástæðu þess að hann fjárfesti í jörðum hér á landi, að vernda íslenska laxastofninn og umhverfi hans.

Ratcliffe boðar nýja laxastiga og miklar hrognasleppingar
Auðmaðurinn Jim Ratcliffe vill útvíkka hrygningarsvæði laxa á Norðausturlandi þar sem hann á fjölda bújarða. Í yfirlýsingu segir að hann standi að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu laxa í íslenskum ám og í norðanverðu Atlantshafi í samstarfi við Hafrannsóknastofnun hér og íslenska og erlenda háskóla.

Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup
Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri.