Borgin setur milljónir í minni tónleikastaði Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Tónleikastaðnum Húrra var lokað nýlega og þar verður bráðlega opnaður sportbar. Sjóðnum er ætlað að styrkja minni staði. Fréttablaðið/Sigtryggur Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira