Fyrrverandi forseti Kirgistan ákærður fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 12:24 Atambajev streittist við handtöku í tvo sólahringa áður en hann gafst loks upp. Vísir/EPA Yfirvöld í Kirgistan hafa ákært Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseta landsins, fyrir morð og ráðabrugg um valdarán. Atamabayev var handtekinn í rassíu lögreglunnar í síðustu viku þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Hörð átök hafa geisað á milli Atambajev og Sooranbai Jeenbekov, núverandi forseta, undanfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Atambayev var forseti frá 2011 til 2017 en þá tók Jeenbekov við af honum. Jeenbekov hafði verið í læri hjá Atambajev en samband þeirra stirðnaði fljótt eftir valdaskiptin. Morðákæran tengist lögregluaðgerðinni þegar Atambajev var handtekinn. Rassía lögreglunnar stóð yfir í tvo sólahringa. Einn lögreglumaður féll og stuðningsmenn fyrrverandi forsetans tóku sex þeirra í gíslingu. Áttatíu manns slösuðust í aðgerðum lögreglunnar og 53 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Atambajev er sakaður um að hafa borið vopn ólöglega, myrt sérsveitarmann, tekið gísla og skipulagt fjöldaóeirðir. Yfirmaður öryggissveita Kirgistan fullyrðir að Atambajev hafi ætlað að skipuleggja valdarán. Tvær byltingar hafa verið gerðar í landinu á undanförnum tveimur áratugum. Kirgíska þingið svipti Atambajev friðhelgi í júní til að hann þyrfti að verða við stefnu í máli sem tengist því að téténskum glæpaforingja var sleppt ólöglega úr haldi í landinu árið 2013. Atambajev er jafnframt sakaður um spillingu en hann neitar sök. Hann neitaði að gefa sig fram við lögreglu til að gefa skýrslu sem leiddi til rassíunnar. Kirgistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Yfirvöld í Kirgistan hafa ákært Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseta landsins, fyrir morð og ráðabrugg um valdarán. Atamabayev var handtekinn í rassíu lögreglunnar í síðustu viku þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Hörð átök hafa geisað á milli Atambajev og Sooranbai Jeenbekov, núverandi forseta, undanfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Atambayev var forseti frá 2011 til 2017 en þá tók Jeenbekov við af honum. Jeenbekov hafði verið í læri hjá Atambajev en samband þeirra stirðnaði fljótt eftir valdaskiptin. Morðákæran tengist lögregluaðgerðinni þegar Atambajev var handtekinn. Rassía lögreglunnar stóð yfir í tvo sólahringa. Einn lögreglumaður féll og stuðningsmenn fyrrverandi forsetans tóku sex þeirra í gíslingu. Áttatíu manns slösuðust í aðgerðum lögreglunnar og 53 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Atambajev er sakaður um að hafa borið vopn ólöglega, myrt sérsveitarmann, tekið gísla og skipulagt fjöldaóeirðir. Yfirmaður öryggissveita Kirgistan fullyrðir að Atambajev hafi ætlað að skipuleggja valdarán. Tvær byltingar hafa verið gerðar í landinu á undanförnum tveimur áratugum. Kirgíska þingið svipti Atambajev friðhelgi í júní til að hann þyrfti að verða við stefnu í máli sem tengist því að téténskum glæpaforingja var sleppt ólöglega úr haldi í landinu árið 2013. Atambajev er jafnframt sakaður um spillingu en hann neitar sök. Hann neitaði að gefa sig fram við lögreglu til að gefa skýrslu sem leiddi til rassíunnar.
Kirgistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira