Gamall talsmaður auðmanna? Sigmar Vilhjálmsson skrifar 13. ágúst 2019 12:24 Í grein sinni „Nýi talsmaður kjötinnflytjenda” á Vísir.is þann 9. ágúst sl. segist Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, hafa hlustað á „kostulegt“ viðtal við undirritaðan á Bylgjunni. Hann gefur í skyn að undirritaður hafi farið með rangt mál í viðtalinu um að í Tollasamningum sé búið að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklina- og svínakjöti. Þær tölur sem hann hins vegar vísar í eru rauntölur innflutnings fyrir árið 2018, sem er allt annað mál. Ástæðan fyrir því að þær tölur eru hærri en reikna má út úr Tollasamningum má rekja til „Opinna Tollkvóta“ sem hækka þetta hlutfall. Það er því ekki rangt sem undirritaður sagði að búið sé að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti. Hann velur að heyra ekki það sem sagt er og gefur í skyn að ég hafi ekki kynnt mér málið. Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki. Bent skal á að innflutningur er að stærstum hluta beinlaus vara. Væri innflutningur umreiknaður í kjöt með beini líkt og tíðkast við útflutning til ESB myndi hlutfall innflutnings af heildarneyslu hækka umtalsvert. Aðrar tilvitnanir hans í greininni, úr viðtalinu, skipta umræðuna engu máli og því þarf ekki að vitna frekar í það. Í greininni bendir hann á þá staðreynd að íslenskar afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á erlendum kjötafurðum hingað til lands. Það er hárrétt. Ólafur og félag atvinnurekenda hafa gert það tortryggilegt í umræðunni. Málfluttningur Ólafs og félags atvinnurekendaer að bændur og afurðarsöðvar séu ekki samkvæmar sjálfum sér þar sem þær eru sjálfar að flytja inn kjötafurðir frá Evrópu. FESK er ekki á móti innflutningi, heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist. Einnig telur FESK þörf á að flytja inn afurðir til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega, dæmi um það eru svínasíður (beikon). FESK leggur einnig áherslu á að gerðar séu sömu gæðakröfur til þeirra afurða sem fluttar eru inn til landsins og framleiddar eru hér á landi. Það er ljóst að með tollasamningum þá verða erlendar afurðir fluttar inn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki er hægt að ætlast til að afurðarstöðvar sitji hjá og verði fyrir þeim rekstrarskaða sem því fylgir að missa hlutdeild á markaði. Afurðarstöðvarnar neyðast því til að taka þátt í þessum tollasamningum. Það eru þó kostir við það að afurðarstöðvar hafi líka sinnt þessum innflutningi, ekki bara heildsalar. Afurðastöðvar hafa nýtt fjárfestingar í tækjabúnaði og aðstöðu sem þegar eru til staðar og um leið aukið innlendan virðisauka með starfsafli sem fullvinnur vörurnar en ekki flutt inn forpakkaðar afurðir. Þekking afurðarstöðvanna á þessu sviði er einnig gríðarlegur kostur til að tryggja að bestu gæði skili sér til landsins í gegnum þessa tollkvóta en ekki bara það ódýrasta sem í boði er. Það kjöt sem afurðarstöðvar hafa flutt inn er frosið kjöt og líftími hugsanlegra sýkinga liðinn þegar vara kemur til landsins. Ef upp kæmi sýking á markaði í Evrópu er auðveldara að stöðva þær vörur í ferlinu þar sem um frysta vöru er að ræða. Staðan er því ansi kostuleg. Ólafur og félag atvinnurekenda eru að þrýsta á afurðarstöðvar að halda innflutningi áfram í nafni neytendaverndar, á sama tíma vilja afurðarstöðvar minnka innflutning, þar sem þörfin er ekki til staðar. Samhliða þessu hafa allar kannanir sem gerðar hafa verið sýnt að íslendingar velja miklu frekar íslenskar landbúnaðarvörur en þær innfluttu. Hvaða hagsmuna er Ólafur og félag atvinnurekenda að gæta? Er það arðsemi nokkura fyrirtækja í félagi atvinnurekenda? Er það mikilvægara en samfélagsleg ábyrgð, innlendur virðisauki, kolefnisspor og heilnæmi í fæðu okkar íslendinga? Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK,Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni „Nýi talsmaður kjötinnflytjenda” á Vísir.is þann 9. ágúst sl. segist Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, hafa hlustað á „kostulegt“ viðtal við undirritaðan á Bylgjunni. Hann gefur í skyn að undirritaður hafi farið með rangt mál í viðtalinu um að í Tollasamningum sé búið að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklina- og svínakjöti. Þær tölur sem hann hins vegar vísar í eru rauntölur innflutnings fyrir árið 2018, sem er allt annað mál. Ástæðan fyrir því að þær tölur eru hærri en reikna má út úr Tollasamningum má rekja til „Opinna Tollkvóta“ sem hækka þetta hlutfall. Það er því ekki rangt sem undirritaður sagði að búið sé að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti. Hann velur að heyra ekki það sem sagt er og gefur í skyn að ég hafi ekki kynnt mér málið. Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki. Bent skal á að innflutningur er að stærstum hluta beinlaus vara. Væri innflutningur umreiknaður í kjöt með beini líkt og tíðkast við útflutning til ESB myndi hlutfall innflutnings af heildarneyslu hækka umtalsvert. Aðrar tilvitnanir hans í greininni, úr viðtalinu, skipta umræðuna engu máli og því þarf ekki að vitna frekar í það. Í greininni bendir hann á þá staðreynd að íslenskar afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á erlendum kjötafurðum hingað til lands. Það er hárrétt. Ólafur og félag atvinnurekenda hafa gert það tortryggilegt í umræðunni. Málfluttningur Ólafs og félags atvinnurekendaer að bændur og afurðarsöðvar séu ekki samkvæmar sjálfum sér þar sem þær eru sjálfar að flytja inn kjötafurðir frá Evrópu. FESK er ekki á móti innflutningi, heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist. Einnig telur FESK þörf á að flytja inn afurðir til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega, dæmi um það eru svínasíður (beikon). FESK leggur einnig áherslu á að gerðar séu sömu gæðakröfur til þeirra afurða sem fluttar eru inn til landsins og framleiddar eru hér á landi. Það er ljóst að með tollasamningum þá verða erlendar afurðir fluttar inn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki er hægt að ætlast til að afurðarstöðvar sitji hjá og verði fyrir þeim rekstrarskaða sem því fylgir að missa hlutdeild á markaði. Afurðarstöðvarnar neyðast því til að taka þátt í þessum tollasamningum. Það eru þó kostir við það að afurðarstöðvar hafi líka sinnt þessum innflutningi, ekki bara heildsalar. Afurðastöðvar hafa nýtt fjárfestingar í tækjabúnaði og aðstöðu sem þegar eru til staðar og um leið aukið innlendan virðisauka með starfsafli sem fullvinnur vörurnar en ekki flutt inn forpakkaðar afurðir. Þekking afurðarstöðvanna á þessu sviði er einnig gríðarlegur kostur til að tryggja að bestu gæði skili sér til landsins í gegnum þessa tollkvóta en ekki bara það ódýrasta sem í boði er. Það kjöt sem afurðarstöðvar hafa flutt inn er frosið kjöt og líftími hugsanlegra sýkinga liðinn þegar vara kemur til landsins. Ef upp kæmi sýking á markaði í Evrópu er auðveldara að stöðva þær vörur í ferlinu þar sem um frysta vöru er að ræða. Staðan er því ansi kostuleg. Ólafur og félag atvinnurekenda eru að þrýsta á afurðarstöðvar að halda innflutningi áfram í nafni neytendaverndar, á sama tíma vilja afurðarstöðvar minnka innflutning, þar sem þörfin er ekki til staðar. Samhliða þessu hafa allar kannanir sem gerðar hafa verið sýnt að íslendingar velja miklu frekar íslenskar landbúnaðarvörur en þær innfluttu. Hvaða hagsmuna er Ólafur og félag atvinnurekenda að gæta? Er það arðsemi nokkura fyrirtækja í félagi atvinnurekenda? Er það mikilvægara en samfélagsleg ábyrgð, innlendur virðisauki, kolefnisspor og heilnæmi í fæðu okkar íslendinga? Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK,Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun